Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. nóvember 2018 08:30 Kísilverksmiðjan í Helguvík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir alla að fá að hittast,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, framkvæmdastjóri Stakksbergs. „Þetta er klárlega tækifæri fyrir okkur til að segja fólki frá þeirri miklu vinnu sem átt hefur sér stað við að undirbúa umbætur á verksmiðjunni. Þetta er líka tækifæri fyrir okkur að heyra sjónarmiðin og skilaboðin kannski enn hærra en við heyrðum þau með athugasemdunum sem bárust í sumar.“ Stakksberg vinnur að því að koma kísilverksmiðju sinni í Helguvík í gang. Hún var áður rekin af United Silicon. Framtíð kísilverksmiðjunnar hefur verið mjög umdeild meðal bæjarbúa. Stakksberg boðar til íbúafundar í Stapa í kvöld. „Ég ætla að gera mitt besta til að fylla salinn. Ég hef ekki trú á öðru en að það takist. Ef fólk er á móti þessu þá kemur á fundinn,“ segir Einar Már Atlason, formaður samtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík. Í gær var birt á vef Skipulagsstofnunar endurskoðuð tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar. Frestur til að gera athugasemdir er til 5. desember. Í tilkynningu segir að Stakksberg ætli að verja 4,5 milljörðum króna til að gera nauðsynlegar úrbætur. „Við höfum sagt frá upphafi að við hygðumst koma þessari verksmiðju í það horf sem best gerist í þessum geira. Þannig að þessi kostnaður lýtur bæði að hreinum úrbótum á þeim þáttum sem Umhverfisstofnun gerði athugasemdir við en líka að því að styrkja innviði verksmiðjunnar gagngert til að tryggja reksturinn,“ segir Þórður. Aðspurður segist Þórður eiga von á því að fjárfestingin skili sér. „Ég á von á því miðað við þann áhuga fjárfesta sem hafa lýst sig áhugasama um verksmiðjuna þannig ég á von á því að þetta fari vel.“ Einar Már hvetur fólk til að senda inn athugasemdir. Hann hafi áhyggjur af því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi þegar ákveðið að verksmiðjan fari aftur í gang og að verksmiðja Thorsil rísi. Vísar hann þar í ummæli Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra um að rekstur verksmiðjanna tveggja geti bjargað rekstri Helguvíkurhafnar. „Mér finnst mjög óábyrgt af bæjarstjóranum að tala svona um þessi mál. En við munum berjast áfram með kjafti og klóm,“ segir Einar. Að sögn Einars er vinna við hópmálsókn samtakanna langt komin. Snýr hún að því að koma í veg fyrir rekstur verksmiðjanna tveggja í Helguvík. „Vonandi klárast það í lok nóvember eða byrjun desember áður en það fer eitthvað meira í gang þarna.“ Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
„Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir alla að fá að hittast,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, framkvæmdastjóri Stakksbergs. „Þetta er klárlega tækifæri fyrir okkur til að segja fólki frá þeirri miklu vinnu sem átt hefur sér stað við að undirbúa umbætur á verksmiðjunni. Þetta er líka tækifæri fyrir okkur að heyra sjónarmiðin og skilaboðin kannski enn hærra en við heyrðum þau með athugasemdunum sem bárust í sumar.“ Stakksberg vinnur að því að koma kísilverksmiðju sinni í Helguvík í gang. Hún var áður rekin af United Silicon. Framtíð kísilverksmiðjunnar hefur verið mjög umdeild meðal bæjarbúa. Stakksberg boðar til íbúafundar í Stapa í kvöld. „Ég ætla að gera mitt besta til að fylla salinn. Ég hef ekki trú á öðru en að það takist. Ef fólk er á móti þessu þá kemur á fundinn,“ segir Einar Már Atlason, formaður samtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík. Í gær var birt á vef Skipulagsstofnunar endurskoðuð tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar. Frestur til að gera athugasemdir er til 5. desember. Í tilkynningu segir að Stakksberg ætli að verja 4,5 milljörðum króna til að gera nauðsynlegar úrbætur. „Við höfum sagt frá upphafi að við hygðumst koma þessari verksmiðju í það horf sem best gerist í þessum geira. Þannig að þessi kostnaður lýtur bæði að hreinum úrbótum á þeim þáttum sem Umhverfisstofnun gerði athugasemdir við en líka að því að styrkja innviði verksmiðjunnar gagngert til að tryggja reksturinn,“ segir Þórður. Aðspurður segist Þórður eiga von á því að fjárfestingin skili sér. „Ég á von á því miðað við þann áhuga fjárfesta sem hafa lýst sig áhugasama um verksmiðjuna þannig ég á von á því að þetta fari vel.“ Einar Már hvetur fólk til að senda inn athugasemdir. Hann hafi áhyggjur af því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi þegar ákveðið að verksmiðjan fari aftur í gang og að verksmiðja Thorsil rísi. Vísar hann þar í ummæli Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra um að rekstur verksmiðjanna tveggja geti bjargað rekstri Helguvíkurhafnar. „Mér finnst mjög óábyrgt af bæjarstjóranum að tala svona um þessi mál. En við munum berjast áfram með kjafti og klóm,“ segir Einar. Að sögn Einars er vinna við hópmálsókn samtakanna langt komin. Snýr hún að því að koma í veg fyrir rekstur verksmiðjanna tveggja í Helguvík. „Vonandi klárast það í lok nóvember eða byrjun desember áður en það fer eitthvað meira í gang þarna.“
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira