Skurðstofu sjúkrahússins á Selfossi lokað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. desember 2018 19:00 Skurðstofunni á sjúkrahúsinu á Selfossi verður lokað um áramótin. Ástæðan er sú að svæfingalæknirinn er komin á aldur. Um tvö hundruð háls, nef og eyrnaaðgerðir hafa meðal annars verið gerðar á börnum á stofunni árlega, auk kvensjúkdómaaðgerða. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands boðaði sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi á sinn fund í morgun til að kynna starfsemi stofnunarinnar og þær breytingar sem framundan eru. Örfáir sveitarstjórnarmenn mættu. Helstu tíðindi dagsins er lokun skurðstofunnar á Selfossi frá áramótum. „Síðustu ár hafa verið gerðar aðgerðir hérna einn dag í viku í svæfingu. Nú horfir þannig fram á veginn hjá okkur að við erum með svæfingalæknir, sem er að láta af störfum hjá okkur um áramótin og við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gera umtalsverðar endurbætur á húsnæðinu hjá okkur. Við ætlum þá að nýta þetta húsnæði sem er illa nýtt aðra daga fyrir aðra starfsemi á meðan það er verið að gera endurbætur á húsnæðinu, þannig að við þurfum að loka tímabundið fyrir ákveðnar aðgerðir hjá okkur“, segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kom víða við í erindi dagsins með sveitarstjórnarmönnum.Herdís segir að breytingin í kjölfar lokunar skurðstofunnar muni helst koma niður á börnum sem hafa farið í háls, nef og eyrnaaðgerðir á Selfoss einn dag í viku en að þau munu þá þurfa að sækja þá þjónustu til Reykjavíkur. En á að loka skurðstofunni fyrir fullt og allt ? „Við þurfum minnsta kosti tvö ár hugsa ég til þess að fara í þessar nauðsynlegustu endurbætur sem við erum að gera núna á rafmagni og fleiru sem er í mjög alvarlegu ástandi í húsinu hérna hjá okkur“, segir Herdís og bætir við að Heilbrigðisráðuneytið hafi samþykkt ákvörðunina um lokun skurðstofunnar þegar sú ákvörðun var borin undir ráðuneytið. Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Skurðstofunni á sjúkrahúsinu á Selfossi verður lokað um áramótin. Ástæðan er sú að svæfingalæknirinn er komin á aldur. Um tvö hundruð háls, nef og eyrnaaðgerðir hafa meðal annars verið gerðar á börnum á stofunni árlega, auk kvensjúkdómaaðgerða. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands boðaði sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi á sinn fund í morgun til að kynna starfsemi stofnunarinnar og þær breytingar sem framundan eru. Örfáir sveitarstjórnarmenn mættu. Helstu tíðindi dagsins er lokun skurðstofunnar á Selfossi frá áramótum. „Síðustu ár hafa verið gerðar aðgerðir hérna einn dag í viku í svæfingu. Nú horfir þannig fram á veginn hjá okkur að við erum með svæfingalæknir, sem er að láta af störfum hjá okkur um áramótin og við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gera umtalsverðar endurbætur á húsnæðinu hjá okkur. Við ætlum þá að nýta þetta húsnæði sem er illa nýtt aðra daga fyrir aðra starfsemi á meðan það er verið að gera endurbætur á húsnæðinu, þannig að við þurfum að loka tímabundið fyrir ákveðnar aðgerðir hjá okkur“, segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kom víða við í erindi dagsins með sveitarstjórnarmönnum.Herdís segir að breytingin í kjölfar lokunar skurðstofunnar muni helst koma niður á börnum sem hafa farið í háls, nef og eyrnaaðgerðir á Selfoss einn dag í viku en að þau munu þá þurfa að sækja þá þjónustu til Reykjavíkur. En á að loka skurðstofunni fyrir fullt og allt ? „Við þurfum minnsta kosti tvö ár hugsa ég til þess að fara í þessar nauðsynlegustu endurbætur sem við erum að gera núna á rafmagni og fleiru sem er í mjög alvarlegu ástandi í húsinu hérna hjá okkur“, segir Herdís og bætir við að Heilbrigðisráðuneytið hafi samþykkt ákvörðunina um lokun skurðstofunnar þegar sú ákvörðun var borin undir ráðuneytið.
Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira