Enski boltinn

City þurfti vítaspyrnukeppni til að slá út Leicester

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn City fagna í kvöld.
Leikmenn City fagna í kvöld. vísir/getty
Manchester City er komið í undanúrslit enska deildarbikarsins, Carabao Cup, eftir sigur á Leicester í vítaspyrnukeppni á King Power-leikvanginum í kvöld.

Það voru ekki liðnar nema fjórtán mínútur er Belginn Kevin de Bruyne kom City yfir með frábæru skoti sem Danny Ward réð ekki við.

Þannig stóðu leikar allt þangað til á 73. mínútu er varamaðurinn Marc Albrighton með stórglæsilegu marki eftir langa sendingu frá Wilfred Ndidi.

Lokaniðurstaðan 1-1 og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Ekki var hún upp á marga fiska en alls fóru fjögur víti forgörðum. City fór áfram að lokum og er komið í undanúrslitin.

Vítaspyrnukeppnin í heild sinni:

Harry Maguire skorar fyrir Leicester

Ilkay Gundögan skorar fyrir City

Christian Fuchs skýtur boltanum yfir

Raheem Sterling skýtur boltanum yfir

James Maddison lætur Arijanet Muric verja frá sér

Gabriel Jesus skorar

Caglar soyuncu lætur Arijanet Muric verja frá sér

Oleksandr Zinchenko skorar

Í hinum leik kvöldsins vann C-deildarlið Burton 1-0 sigur á B-deildarliði Middlesbrough en eina mark leiksins skoraði Jake Hesketh á 48. mínútu leiksins.

City og Burton eru því komin í undanúrslitin. Annað kvöld spila svo Arsenal og Tottenham annars vegar og hins vegar Chelsea og Bournemouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×