Fótbolti

Alfreð með stoðsendingu í jafntefli │ Dusseldorf stöðvaði Dortmund

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð í baráttunni í kvöld.
Alfreð í baráttunni í kvöld. vísir/getty
Alfreð Finnbogason lagði upp annað mark Augsburg er liðið gerði 2-2 jafntefli við Herta Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Martin Hinteregger kom Augsburg yfir eftir átta mínútur en á þriggja mínútna kafla þá komst Hertha í 2-1 með mörkum Mathew Leckie og Ondrej Duda.

Fjörinu var ekki lokið í fyrri hálfleik því á 39. mínút jafnaði Koo Ja-Cheol metin fyrir Augsburg eftir undirbúning íslenska landsliðsframherjans.

Alfreð spilaði í klukkutíma en Augsburg er í þrettánda sæti deildarinnar fimmtán stig. Hertha hefur fatast flugið eftir góða byrjun. Nú eru þeir í sjöunda sæti deildarinnar.

Fortuna Düsseldorf varð fyrsta liðið til þess að stöðva sigurgöngu Dortmund er liðið vann 2-1 sigur á toppliðinu í kvöld.

Düsseldorf komst í 2-0 áður en Bandaríkjamaðurinn Paco Alcacer minnkaði muninn níu mínútum fyrir leikslok. Nær komust þeir ekki og fyrsta tap Dortmund í úrvalsdeildinni staðreynd.

Dortmund er þó enn á toppi deildarinnar með 39 stig en Borussia Mönchengladbach er í öðru sætinu sex stigum á eftir Dortmund. Bayern er í þriðja sætinu með 30 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×