Fótbolti

Solari: Afhverju ætti ég að hafa áhyggjur?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solari gefur handabendingar í leik Real um helgina.
Solari gefur handabendingar í leik Real um helgina. vísir/getty
Santiago Solari, stjóri Real Madrid, hefur ekki miklar áhyggjur af því að Jose Mourinho sé að taka við Real Madrid eftir að hafa verið rekinn frá Mancester United í dag.

Sögusagnir fóru strax af stað í morgun er Mourinho var rekinn að hann gæti endurnýjað kynnin við Real Madrid en hann stýrði Real frá 2010 til 2013.

Solari sem tók við liðinu fyrr á þessu tímabili segir að hann sofi fyrir sögusögnunum en fyrr á þessu tímabili skrifaði Solari undir samning til 2021.

„Afhverju ætti ég að hafa áhyggjur af orðrómi eða slúðri um Real Madrid?“ sagði Solari á blaðamannafundi í Abu Dhabi í dag þar sem Real spilar á heimsmeistaramóti félagsliða.

„Þetta gerist á hverjum einasta degi. Mér líður alveg eins og þegar ég tók hér við sem stjóri og einnig þegar ég var hér sem leikmaður. Það er að gefa mitt besta á hverjum degi. Þaning sé ég kattspyrnuna.“

Á sama blaðamannafundi var bakvörðurinn skemmtilegi, Marcelo. Hann sagði að honum liði illa fyrir hönd Mourinho en vildi lítið tjá sig um hvort að hann væri rétti maðurinn á réttum tímapunkti fyrir Real.

„Ég vorkenni honum því hann er frábær stjóri og það er leiðinlegt fyrir hann að vera án félags. Það er ekki í mínum verkahring að segja hvort að hann ætti að koma til Real en ég ber mikla virðingu fyrir því sem hann gerði fyrir mig hér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×