Manchester United búið að reka Jose Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2018 09:54 Jose Mourinho. Vísir/Getty Jose Mourinho lifði af sautjánda desember en ekki þann átjánda. Manchester United hefur ákveðið að reka knattspyrnustjóra sinn. Manchester United sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að portúgalski stjórinn hafi yfirgefið félagið. Manchester United þakkaði Mourinho fyrir vinnu sína sem stjóri Manchester United en hann tók við liðinu sumarið 2016. Honum er einnig óskað góðs gengis í framtíðinni. Manchester United has announced that Jose Mourinho has left the Club. We would like to thank him for his work during his time at Manchester United and wish him success in the future. #MUFC — Manchester United (@ManUtd) December 18, 2018 Manchester United er 19 stigum á eftir toppliði Liverpool eftir 3-1 tap á Anfield um síðustu helgi. Liverpool yfirspilaði United-liðið stærsta hluta leiksins. Það kemur fram í fréttatilkynningunni að Manchester United mun ekki ráða framtíðarstjóra strax heldur verður stjóri ráðinn tímabundið til að klára þetta tímabil. United vann aðeins einu sinni í síðustu sex deildarleikjum sínum undir stjórn Mourinho og gerði þar jafntefli við bæði Southampton og Crystal Palace. Manchester United er í sjötta sæti deildarinnar en það eru ellefu stig í fjórða og síðasta sætið sem hefur þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Manchester United er hinsvegar komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir franska liðinu Paris Saint Germain í febrúar og mars. 26 - Manchester United have picked up 26 points after their first 17 league games this season under Jose Mourinho; their worst points haul in the top-flight at this stage since 1990-91 (also 26 points). Dip. pic.twitter.com/I9iHo1uqVQ — OptaJoe (@OptaJoe) December 18, 2018Hinn 55 ára gamli Jose Mourinho var rekinn frá Chelsea 17. desember 2015 aðeins sjö mánuðum eftir að hann gerði félagið að Englandsmeisturum í þriðja sinn. Hann hafði áður hætt óvænt hjá Chelsea 20. september 2007 en það var sagt vera sameiginleg ákvörðun. Það munaði því aðeins einum degi að Mourinho hafi verið rekinn tvisvar frá ensku úrvalsdeildarliði á sama mánaðardegi. Ákvörðunin um þennan brottrekstur var þó væntanlega tekin í gær 17. desember 2018. Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Cecilía í liði ársins Fótbolti Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Jose Mourinho lifði af sautjánda desember en ekki þann átjánda. Manchester United hefur ákveðið að reka knattspyrnustjóra sinn. Manchester United sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að portúgalski stjórinn hafi yfirgefið félagið. Manchester United þakkaði Mourinho fyrir vinnu sína sem stjóri Manchester United en hann tók við liðinu sumarið 2016. Honum er einnig óskað góðs gengis í framtíðinni. Manchester United has announced that Jose Mourinho has left the Club. We would like to thank him for his work during his time at Manchester United and wish him success in the future. #MUFC — Manchester United (@ManUtd) December 18, 2018 Manchester United er 19 stigum á eftir toppliði Liverpool eftir 3-1 tap á Anfield um síðustu helgi. Liverpool yfirspilaði United-liðið stærsta hluta leiksins. Það kemur fram í fréttatilkynningunni að Manchester United mun ekki ráða framtíðarstjóra strax heldur verður stjóri ráðinn tímabundið til að klára þetta tímabil. United vann aðeins einu sinni í síðustu sex deildarleikjum sínum undir stjórn Mourinho og gerði þar jafntefli við bæði Southampton og Crystal Palace. Manchester United er í sjötta sæti deildarinnar en það eru ellefu stig í fjórða og síðasta sætið sem hefur þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Manchester United er hinsvegar komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir franska liðinu Paris Saint Germain í febrúar og mars. 26 - Manchester United have picked up 26 points after their first 17 league games this season under Jose Mourinho; their worst points haul in the top-flight at this stage since 1990-91 (also 26 points). Dip. pic.twitter.com/I9iHo1uqVQ — OptaJoe (@OptaJoe) December 18, 2018Hinn 55 ára gamli Jose Mourinho var rekinn frá Chelsea 17. desember 2015 aðeins sjö mánuðum eftir að hann gerði félagið að Englandsmeisturum í þriðja sinn. Hann hafði áður hætt óvænt hjá Chelsea 20. september 2007 en það var sagt vera sameiginleg ákvörðun. Það munaði því aðeins einum degi að Mourinho hafi verið rekinn tvisvar frá ensku úrvalsdeildarliði á sama mánaðardegi. Ákvörðunin um þennan brottrekstur var þó væntanlega tekin í gær 17. desember 2018.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Cecilía í liði ársins Fótbolti Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira