Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2018 12:35 May ætlar enn að reyna að fá leiðtoga ESB til að gefa eftir svo hún geti komið útgöngusamningi í gegnum þingið. Vísir/EPA Breska ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja tveimur milljörðum punda í að undirbúa útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings um hvað tekur við í samskiptum þeirra. Theresa May forsætisráðherra reynir enn að ná betri samningi við sambandið en tilraunir hennar hafa ekki borið árangur til þessa. Atkvæðagreiðslu um útgöngusamning May við ESB sem átti að fara fram í breska þinginu á þriðjudag í síðustu viku var frestað þegar ljóst var orðið að hann yrði kolfelldur. May hélt þá til Brussel til að reyna að fá tryggingar frá evrópskum ráðamönnum sem gætu sannfært breska þingmenn til að samþykkja samning hennar. Forsætisráðuneytið segir nú að tilkynnt verði bráðlega um hvernig tveimur milljörðum punda verður varið til að búa Bretland undir að ganga úr ESB í lok mars án þess að samningur liggi fyrir um viðskipti og samskipti við Evrópu. Talsmaður May sagði á fundi með fréttamönnum fyrir hádegið að forsætisráðherrann reyndi enn að semja en að hún væri tilbúin að ganga úr ESB án samnings ef nauðsyn krefði, að sögn The Guardian. Viðræður við ESB haldi áfram í þessari viku. Spurður að því hvort að þingmenn fengju að greiða atkvæði um valkosti við Brexit hafnaði talsmaður forsætisráðherrans því. Útilokaði hann jafnframt að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgönguna yrði haldin. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06 Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. 16. desember 2018 23:19 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Breska ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja tveimur milljörðum punda í að undirbúa útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings um hvað tekur við í samskiptum þeirra. Theresa May forsætisráðherra reynir enn að ná betri samningi við sambandið en tilraunir hennar hafa ekki borið árangur til þessa. Atkvæðagreiðslu um útgöngusamning May við ESB sem átti að fara fram í breska þinginu á þriðjudag í síðustu viku var frestað þegar ljóst var orðið að hann yrði kolfelldur. May hélt þá til Brussel til að reyna að fá tryggingar frá evrópskum ráðamönnum sem gætu sannfært breska þingmenn til að samþykkja samning hennar. Forsætisráðuneytið segir nú að tilkynnt verði bráðlega um hvernig tveimur milljörðum punda verður varið til að búa Bretland undir að ganga úr ESB í lok mars án þess að samningur liggi fyrir um viðskipti og samskipti við Evrópu. Talsmaður May sagði á fundi með fréttamönnum fyrir hádegið að forsætisráðherrann reyndi enn að semja en að hún væri tilbúin að ganga úr ESB án samnings ef nauðsyn krefði, að sögn The Guardian. Viðræður við ESB haldi áfram í þessari viku. Spurður að því hvort að þingmenn fengju að greiða atkvæði um valkosti við Brexit hafnaði talsmaður forsætisráðherrans því. Útilokaði hann jafnframt að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgönguna yrði haldin.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06 Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. 16. desember 2018 23:19 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31
Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06
Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. 16. desember 2018 23:19