Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2018 23:42 Raskanir hafa orðið á sorphirðu í Washington-borg vegna lokunar hluta alríkisstjórnarinnar. Vísir/EPA Bandaríkjaþing mun ekki greiða atkvæði um nýtt útgjaldafrumvarp fyrir áramót svo ljóst að starfsmenn alríkisstofnana sem lokuðu í síðustu viku verða áfram launalausir inn í nýtt ár. Krafa Donalds Trump forseta um fé í landamæramúr kemur í veg fyrir að þingið samþykkti nýtt frumvarp. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur verið lokaður í rúma fimm daga. Þinginu hafði þá mistekist að samþykkja fjárlagafrumvarp sem hefði fjármagnað rekstur stofnananna. Öldungadeildin hafði samþykkt slíkt frumvarp en það dó drottni sínum eftir að Trump lýsti því yfir að hann myndi ekki staðfesta lögin með undirskrift sinni nema hann fengi fimm milljarða dollara í byggingu múrs á landamærunum að Mexíkó.Washington Post segir að þingmönnum hafi verið sagt í dag að engin atkvæðagreiðsla fari fram um fjárlagafrumvarp á þessu ári. Engin merki sé um að viðræður séu í gangi um slíkt frumvarp. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Fulltrúadeildin samþykkti eigin útgáfu af útgjaldafrumvarpi fyrir jól en sextíu atkvæði þarf í öldungadeildinni til að samþykkja frumvarp. Demókratar hafa boðið Trump nokkuð lægri upphæð í landamæraeftirlit en ekki í múrinn. Demókratar taka við meirihluta í fulltrúadeild þingsins 3. janúar og eru þeir sagðir leggja drög að frumvarpi til að hægt verði að opna alríkisstofnanir sem fyrst. Nancy Pelosi, líklegur forseti fulltrúadeildarinnar, segir að það frumvarp muni ekki fela í sér fjárveitingu til landamæramúrs Trump. Deilur um fjárlög hafa verið tíðar í Washington-borg undanfarin ár. Bandaríkjaþingi hefur ekki tekist að koma sér saman um fjárlög alríkisstjórnarinnar og hefur því samþykkt tímabundin útgjaldafrumvörp til nokkurra vikna eða mánaða í senn til að halda alríkisstofnunum opnum. Trump heldur áfram að kenna demókrötum um lokunina og sakar þá um að vera á móti „landamæraöryggi“. Ný skoðanakönnun Reuters bendir hins vegar til þess að fleiri Bandaríkjamenn kenni forsetanum um stöðuna. Þannig sögðust 47% svarenda telja Trump ábyrgan fyrir lokun alríkisstjórnarinnar en þriðjungur demókrötum á þingi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Ekki sér fyrir endann á lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum Lokun hluta ríkisstofnana Bandaríkjanna mun að öllum líkindum vara fram yfir jól. Þetta varð ljóst eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman og náði ekki samkomulagi um fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 21:07 Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Bandaríkjaþing mun ekki greiða atkvæði um nýtt útgjaldafrumvarp fyrir áramót svo ljóst að starfsmenn alríkisstofnana sem lokuðu í síðustu viku verða áfram launalausir inn í nýtt ár. Krafa Donalds Trump forseta um fé í landamæramúr kemur í veg fyrir að þingið samþykkti nýtt frumvarp. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur verið lokaður í rúma fimm daga. Þinginu hafði þá mistekist að samþykkja fjárlagafrumvarp sem hefði fjármagnað rekstur stofnananna. Öldungadeildin hafði samþykkt slíkt frumvarp en það dó drottni sínum eftir að Trump lýsti því yfir að hann myndi ekki staðfesta lögin með undirskrift sinni nema hann fengi fimm milljarða dollara í byggingu múrs á landamærunum að Mexíkó.Washington Post segir að þingmönnum hafi verið sagt í dag að engin atkvæðagreiðsla fari fram um fjárlagafrumvarp á þessu ári. Engin merki sé um að viðræður séu í gangi um slíkt frumvarp. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Fulltrúadeildin samþykkti eigin útgáfu af útgjaldafrumvarpi fyrir jól en sextíu atkvæði þarf í öldungadeildinni til að samþykkja frumvarp. Demókratar hafa boðið Trump nokkuð lægri upphæð í landamæraeftirlit en ekki í múrinn. Demókratar taka við meirihluta í fulltrúadeild þingsins 3. janúar og eru þeir sagðir leggja drög að frumvarpi til að hægt verði að opna alríkisstofnanir sem fyrst. Nancy Pelosi, líklegur forseti fulltrúadeildarinnar, segir að það frumvarp muni ekki fela í sér fjárveitingu til landamæramúrs Trump. Deilur um fjárlög hafa verið tíðar í Washington-borg undanfarin ár. Bandaríkjaþingi hefur ekki tekist að koma sér saman um fjárlög alríkisstjórnarinnar og hefur því samþykkt tímabundin útgjaldafrumvörp til nokkurra vikna eða mánaða í senn til að halda alríkisstofnunum opnum. Trump heldur áfram að kenna demókrötum um lokunina og sakar þá um að vera á móti „landamæraöryggi“. Ný skoðanakönnun Reuters bendir hins vegar til þess að fleiri Bandaríkjamenn kenni forsetanum um stöðuna. Þannig sögðust 47% svarenda telja Trump ábyrgan fyrir lokun alríkisstjórnarinnar en þriðjungur demókrötum á þingi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Ekki sér fyrir endann á lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum Lokun hluta ríkisstofnana Bandaríkjanna mun að öllum líkindum vara fram yfir jól. Þetta varð ljóst eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman og náði ekki samkomulagi um fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 21:07 Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02
Ekki sér fyrir endann á lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum Lokun hluta ríkisstofnana Bandaríkjanna mun að öllum líkindum vara fram yfir jól. Þetta varð ljóst eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman og náði ekki samkomulagi um fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 21:07
Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00