Enski boltinn

Emery ákærður fyrir sparkið í áhorfandann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emery skilur ekkert í þessu.
Emery skilur ekkert í þessu. vísir/getty
Unai Emery, stjóri Arsenal, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að sparka vatnsflösku í áhorfanda í leik Arsenal gegn Brighton í gær.

Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Brighton á útivelli og tapaði þar með dýrmætum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti en hörð barátta er á toppnum.

Eitthvað hefur leikurinn farið í taugarnar á Spánverjanum í lok leiksins því hann sparkaði í vatnsbrúsa. Það gekk ekki betur en svo að brúsinn endaði í einum stuðningsmanni Brighton.

Sjá einnig:Stjóri Arsenal baðst afsökunar á flöskusparkinu

Enska knattspyrnusambandið hefur nú ákært Emery en hann þarf að svara fyrir ásakanirnar. Hann gæti farið í bann fyrir sparkið en líklegt er þó að hann fái einungis sekt.

Arsenal er í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar eftir fyrri umferðina en liðið er tveimur stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sæti. Manchester United er svo í sjötta sætinu en United er sex stigum á eftir Arsenal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×