Fótbolti

Mbappe besti franski leikmaðurinn eftir baráttu við Varane og Griezmann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mbappe átti frábært ár.
Mbappe átti frábært ár. vísir/getty
Kylian Mbappe er knattspyrnumaður ársins í Frakklandi 2018 en þetta er valið af France Football vefsíðunni.

Mbappe er einungis tvítugur en hann var magnaður í sigurliði Frakklands á HM í Rússlandi í sumar. Einnig vann hann þrennuna með PSG.

Framherjinn ungi skoraði 30 mörk fyrir

félag sitt og þjóð en hann vann einnig Kopa bikarinn á Ballon d'Or hátíðinni. Verðlaunin eru gefin fyrir besta leikmanninn sem er yngri en 21 árs.

Í öðru sæti var Raphael Varane, varnarmaður Real Madrid, og þriðji var annar leikmaður sem leikur á Spáni, Antoine Griezmann. Hann leikur með Atletico Madrid.

Blaðamenn og fyrrum sigurvegarar bikarsins kjósa um besta leikmanninn en í fyrra var það miðjumaður Chelsea, N'Golo Kante.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×