Enski boltinn

Delph: Við munum bæta þetta upp

Dagur Lárusson skrifar
Fabian Delph
Fabian Delph vísir/getty
Fabian Delph, leikmaður Manchester City, segir að hann hafi engar áhyggjur af því að liðið bæti ekki upp fyrir slaka spilamennsku í síðasta leik gegn Leicester á morgun.

 

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum síðustu daga að Manchester City tapaði óvænt fyrir Crystal Palace á heimavelli á laugardaginn og er því fjórum stigum á eftir Liverpool í efsta sætinu.

 

Fabian Delph telur þó að endurkoma Kevin De Bruyne, David Silva og Fernandinho muni hjálpa liðinu að verða ósigrandi á ný.

 

„Það er svo mikilvægt í fótbolta að dvelja ekki of lengi á slæmum úrslitum, maður verður að lifa í nútíðinni.“

 

„Þessi leikur er nú búinn  og það er komið að næsta leik, næstu þrjú stig. Það hjálpar líka alltaf að vera með heilan hóp því þá myndast samkeppni og stöður og nú eru De Bruyne, Fernandinho og Silva að koma til baka.“

 

„Við erum þó með nægilega mikil gæði í þessum hóp til þess að vinna alla leiki, sama hvort að einhver sé meiddur eða ekki. Það skilja allir sín hlutverk, við vorum einfaldlega bara óheppnir gegn Palace.“   

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×