Enski boltinn

Solskjær: Bestu stuðningsmenn í heimi

Dagur Lárusson skrifar
vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, nýr stjóri Manchester United, segir að það verði að hluta til erfitt að snúa aftur á Old Trafford en á sama tíma mjög sérstök stund fyrir hann.

 

Eins og flestir vita spilaði Ole Gunnar í mörg ár undir Sir Alex hjá United og skoraði ófá mörkin fyrir Skotann. Ole Gunnar segir að hann getur ekki beðið eftir að sjá lið sitt spila fyrir framan bestu stuðningsmenn í heimi.

 

„Auðvitað reynir maður að halda aftur af tilfinningum sínum því þegar allt kemur til alls þá er maður þarna til þess að sinna vinnunni sinni, ég verð að halda einbeitingu.“

 

„Þetta er ekki létt og ég býst ekki við því að þetta muni vera létt, en ég hlakka samt mjög til.“

 

Stuðningmenn félagsins sýndu glænýjan borða í sigrinum gegn Cardiff um helgina sem var tileinkaður Ole Gunnar og mun sjá borði að öllum líkindum einnig vera til staðar á Old Trafford

 

„Þetta eru bestu stuðningsmenn í heimi. Auðvitað á ég mína sögu hjá félaginu, en að sjá þennan borða var mjög ánægjulegt. Ég vona bara að á næstu fimm mánuðum muni ég standa mig nægilega vel svo að þeir haldi áfram að syngja nafnið mitt.“   

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×