Enski boltinn

Messan um Solskjær: Eins og að fá gamlan frænda í heimsókn

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Solskjær byrjar vel hjá United
Solskjær byrjar vel hjá United vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, nýráðinn bráðabirgðastjóri Manchester United út þetta tímabil en Reynir Leósson segir þetta vera eins og að fá gamlan frænda í heimsókn.



Jose Mourinho var rekinn frá Manchester United á dögunum og félagið var ekki lengi að fá Norðmanninn til sín á láni frá Molde þar sem hann þjálfar.



Solskjær gerði líkt og margir vita garðinn frægann með Manchester United og skoraði hann eitt frægasta mark í sögu félagsins þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Bayern Munchen í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á dramatískan máta árið 1999.

 

Solskjær byrjaði með látum í stjórastólnum hjá Manchester United, en liðið slátraði Cardiff, 5-1 á útivelli í hans fyrsta leik.



„Ég held að það fáist ekkert nema gott með þessu, hvort sem þetta verður bara út tímabilið, þá held ég þetta muni breytast,“ sagði Reynir Leósson.



„Ég held að við fáum stuðningsmenn félagsins meira á bakvið liðið. Hverjum er illa við Ole Gunnar Solskjær? Það halda allir með þessum gæja. Hann var frábær þjónn. Hann var auðmjúkur leikmaður og kvartaði aldrei. Hann talaði um það á blaðamannafundi fyrir leik að það hafi líklega enginn leikmaður verið oftar á bekknum en hann, þannig að hann ætti mjög auðvelt með að segja mönnum og sætta sig við það. Þetta var bara eins og að fá gamlan frænda sinn í heimsókn eftir að hafa ekki hitt hann lengi.“



„Þetta er hárrétt, það eru stuðningsmenn annarra liða, þar á meðal ég og stuðningsmenn Liverpool og fleiri, það er engum illa við Ole Gunnar Solskjær,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×