Enski boltinn

Benitez: Kraftaverk ef Newcastle heldur sér í úrvalsdeildinni

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Benitez hefur ekkert gríðarlega mikla trú á sínum mönnum
Benitez hefur ekkert gríðarlega mikla trú á sínum mönnum vísir/getty
Það yrði kraftaverk ef Newcastle heldur sér uppi í ensku úrvalsdeildinni segir stjóri liðsins Rafael Benitez.



Newcastle byrjaði tímabilið ekki vel, og tókst ekki að vinna leik í fyrstu tíu deildarleikjum ársins. Liðið er hins vegar núna í 15. sæti deildarinnar, fimm stigum frá fallsæti.



Newcastle voru nýliðar á síðustu leiktíð og endaði liðið í tíunda sæti.



„Við verðum að vera raunsæir og skilja það að við verðum í neðri hluta deildarinnar á þessu tímabili. Fyrir mitt leyti, ef við getum verið betri en þrjú lið í deildinni, þá verður það annað kraftaverk,“ sagði Benitez.



„Þetta var kraftaverk í fyrra. Fólk hugsaði „ó, þið llentuð í tíunda sæti...“ en með nokkrum færri sigrum hefðum við verið í neðstu fimm sætunum, svo þetta var kraftaverk.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×