Apollo geimfari segir að mannaðir Marsleiðangrar séu heimskulegir Andri Eysteinsson skrifar 24. desember 2018 11:17 Bill Anders, lengst til vinstri, ásamt félögum sínum úr Apollo 8. Jim Lovell og Frank Borman (H) Getty/ Museum of Science and Industry Einn af þeim þremur sem fóru út í geim með Apollo 8 árið 1968, William „Bill“ Anders, segir að áform um að senda geimfara til plánetunnar Mars séu heimskuleg. Anders var ásamt geimfaranum Frank Borman gestur BBC í sérstökum þætti vegna 50 ára afmælis Apollo 8 verkefnisins. Anders var ásamt Frank Borman og James Lovell Jr. um borð í Apollo 8. Ferð þeirra var í fyrsta skiptið sem mannað geimfar fór út fyrir sporbaug jarðar. Apollo 8 fór hring um tunglið og náði Anders einni frægustu geim mynd sem náðst hefur, Jarðarupprás. Geimfararnir um borð í Apollo 8 voru valdir menn ársins 1968 af tímaritinu Times. Einn geimfaranna, Bill Anders, sem einnig gegndi stöðu sendiherra Bandaríkjanna í Noregi 1976 til 1977, sagði í viðtali við BBC Radio 5 Live að áform NASA um að senda mannað geimfar til Mars væru heimskuleg. Anders sem nú er 85 ára gamall sagðist í viðtalinu vera stuðningsmaður þess að senda ómönnuð geimför til rauðu plánetunnar, að mestu vegna efnahagslegra sjónarmiða. „Til hvers, hver er ástæðan fyrir því að við þurfum að fara til Mars,“ sagði Anders og bætti við að hann héldi að almenningur hefði ekki áhuga á Marsverkefnunum. Frank Borman, félagi Anders um borð í Apollo 8 sagði við sama miðil að hann væri ekki jafn gagnrýninn á NASA og félagi sinn. Borman gagnrýndi þó áform auðkýfinganna Elon Musk og Jeff Bezos sem báðir hafa talað um eigin geimskot til Mars. „Musk og Bezos, þeir eru að tala um að stofna nýlendur á Mars, það er bull,“ sagði Borman.Myndin Earthrise sem Bill Anders tók um borð í Apollo 8 árið 1968.EPA/ Bill Anders Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Einn af þeim þremur sem fóru út í geim með Apollo 8 árið 1968, William „Bill“ Anders, segir að áform um að senda geimfara til plánetunnar Mars séu heimskuleg. Anders var ásamt geimfaranum Frank Borman gestur BBC í sérstökum þætti vegna 50 ára afmælis Apollo 8 verkefnisins. Anders var ásamt Frank Borman og James Lovell Jr. um borð í Apollo 8. Ferð þeirra var í fyrsta skiptið sem mannað geimfar fór út fyrir sporbaug jarðar. Apollo 8 fór hring um tunglið og náði Anders einni frægustu geim mynd sem náðst hefur, Jarðarupprás. Geimfararnir um borð í Apollo 8 voru valdir menn ársins 1968 af tímaritinu Times. Einn geimfaranna, Bill Anders, sem einnig gegndi stöðu sendiherra Bandaríkjanna í Noregi 1976 til 1977, sagði í viðtali við BBC Radio 5 Live að áform NASA um að senda mannað geimfar til Mars væru heimskuleg. Anders sem nú er 85 ára gamall sagðist í viðtalinu vera stuðningsmaður þess að senda ómönnuð geimför til rauðu plánetunnar, að mestu vegna efnahagslegra sjónarmiða. „Til hvers, hver er ástæðan fyrir því að við þurfum að fara til Mars,“ sagði Anders og bætti við að hann héldi að almenningur hefði ekki áhuga á Marsverkefnunum. Frank Borman, félagi Anders um borð í Apollo 8 sagði við sama miðil að hann væri ekki jafn gagnrýninn á NASA og félagi sinn. Borman gagnrýndi þó áform auðkýfinganna Elon Musk og Jeff Bezos sem báðir hafa talað um eigin geimskot til Mars. „Musk og Bezos, þeir eru að tala um að stofna nýlendur á Mars, það er bull,“ sagði Borman.Myndin Earthrise sem Bill Anders tók um borð í Apollo 8 árið 1968.EPA/ Bill Anders
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira