Innlent

Innbrotsþjófar rótuðu í skúffum, opnuðu gjafir og stálu einni

Birgir Olgeirsson skrifar
Það hefur gengið á ýmsu hjá lögreglunni í gærkvöldi og nótt. .
Það hefur gengið á ýmsu hjá lögreglunni í gærkvöldi og nótt. . vísir/vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í töluverðu að snúast í gærkvöldi og nótt. Rétt fyrir klukkan átta á gærkvöldi barst tilkynning um þjófnað úr bifreið í Grafarholti. Þar höfðu þjófarnir tekið jólapakka ófrjálsri hendi.

Rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi barst tilkynning um innbrot í hús í Kópavogi. Þjófarnir höfðu brotið rúðu og farið inn í húsið. Þar höfðu þær rótað í skúffum, opnað jólagjafir og stolið einni þeirra. Ekki var vitað hverju öðru var stolið.

Tveir voru handteknir fyrir innbrot, þjófnað, eignaspjöll og vörslu fíkniefna og þá voru afskipti höfðu af tíu ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×