Fótbolti

Barcelona fær miðvörð frá Valencia sem hefur spilað einn leik í spænsku deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Murillo er á leið til Barcelona
Murillo er á leið til Barcelona vísir/getty
Barcelona hefur fengið varnarmanninn Jeison Murillo á láni frá Valencia út leiktíðinna með möguleika á kaupum í lok leiktíðarinnar.

Börsungar geta keypt Murillo á rúmar 22 milljónir punda í lok leikíðarinnar en það vekur athygli að Murillo hefur einungis spilað einn leik í spænsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

Samuel Umtiti og Thomas Vermaelen eru meiddir og varnarleikur Börsunga hefur verið brosóttur á leiktíðinni en þeir hafa fengið á sig nítján mörk í ellefu deildarleikjum á leiktíðinni.

Vermaelen verður frá í nokkrar vikur vegna meiðsla sem hann varð fyrir um síðustu helgi og Umtiti er á leið til Katar til þess að finna lausn á kálfa vandræðum sínum.

Börsungar eiga því einungis tvo miðverði sem eru heilir heilsu en það eru þeir Gerard Pique og Clement Lenglet. Murillo kom frá Inter Milan í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×