Fótbolti

Álasund hleypir Aroni í landsliðsverkefni en ekki Hólmberti: „Af hverju í fjandanum fæ ég ekki að fara?“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hólmbert í leik með Álasund fyrr á leiktíðinni.
Hólmbert í leik með Álasund fyrr á leiktíðinni. mynd/facebook Álasund
Hólmbert Aron Friðjónsson er ekki í landsliðshópnum sem fer til Katar í janúar því norska félagið Álasund hleypir honum ekki í verkefnið. Aron Elís Þrándarson fær hins vegar að fara.

Hólmbert var einn af bestu mönnum norsku B-deildarinnar á nýliðnu tímabili og raðaði inn mörkunum fyrir Álasund.

„Ég er búinn að vera síðustu vikuna í að reyna að fá þetta í gegn, það hefur ekkert gengið. Ég fékk bara þau skilaboð að félagið myndi ekki leyfa þetta, þetta væri frí leikmanna. Eftir langt og strangt tímabil, þá ætti ég að hvíla mig. Mér fannst það svo sem eðlileg skýring en ég skil þá ekki af hverju Aron Elís fær þá að fara,“ sagði Hólmbert í viðtali við 433.is í dag.

„Mér finnst þetta mjög leiðinlegt, ég hefði viljað fá þetta verkefni til að sanna mig. Það hefði getað orðið til þess að maður ætti meiri möguleika í framtíðinni að vera í landsliðinu. Ég er búinn að láta Álasund vita, hversu ósáttur ég er.“

„Af hverju í fjandanum fæ ég ekki að fara?  Þeir segja að málin hjá mér og Aroni séu ekki eins, ég skil þetta ekki.“

Janúarverkefnin eru ekki á alþjóðlegum landsliðsgluggum og því eru félögin í fullum rétti að banna leikmönnum sínum að fara.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×