Danero Thomas tók heldur betur upp hanskann fyrir Ryan Taylor á meðan Bandaríkjamaðurinn var í þriggja leikja banni í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta.
ÍR vann tvo af þremur leikjum án Ryan Taylor og þar geta Breiðhyltingar þakkað Danero Thomas fyrir frábæra spilamennsku.
ÍR-liðið jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu á móti Tindastól með 106-97 sigri á Króknum í gær. Danero Thomas var með 28 stig, 9 fráköst, 7 stolnir bolta, 6 þrista og 6 stoðsendingar í leiknum í gærkvöldi.
Í þessum þremur leikjum ÍR-liðsins án Ryan Taylor var Danero Thomas með 34 að meðaltali í framlagi en hann var með 30 í heildarframlag í fyrstu þremur leikjum ÍR-liðsins í úrslitakeppninni.
Leikirnir þrír án Ryan Taylor eru líka þrír bestu leikir Danero Thomas í Domino´s deildinni á tímabilinu ef við skoðum framlagstölurnar.
Danero hækkaði meðaltöl sín um 14,0 stig og 7,2 fráköst að meðaltali í leik í fjarveru Ryan Taylor og Danero var með 19,9 hærra framlag í leik í þessum þremur leikjum en í öllum hinum leikjum ÍR í vetur.
Hér fyrir neðan má sjá frekari útlistun á magnaðri frammistöðu Danero Thomas á meðan Ryan Taylor var í leikbanni.
Hæsta framlag í einum leik hjá Danero Thomas í Domino´s deildinni í vetur:
35 á móti Tindastól í úrslitakeppninni (Leikur 2)
34 á móti Stjörnunni í úrslitakeppninni (Leikur 4)
33 á móti Tindastól í úrslitakeppninni (Leikur 1)
24 á móti Grindavík í deildinni (heimaleikur)
23 á móti Stjörnunni í úrslitakeppninni (Leikur 3)
22 á móti Val í deildinni (útileikur)
21 á móti Stjörnunni í deildinni (útileikur)
20 á móti Tindastól í deildinni (útileikur)
20 á móti Haukum í deildinni (útileikur)
20 á móti Grindavík í deildinni (útileikur)
Hversu miklu meira gerði Danero Thomas í fjarveru Ryan Taylor:
Framlag í leik (+19,9)
Fyrir bann Ryan Taylor: 14,1
Í leikbanni Ryan Taylor: 34,0
Stig í leik (+14,0)
Fyrir bann Ryan Taylor: 14,4
Í leikbanni Ryan Taylor: 28,3
Fráköst í leik (+7,2)
Fyrir bann Ryan Taylor: 5,8
Í leikbanni Ryan Taylor: 13,0
Stoðsendingar í leik (+0,9)
Fyrir bann Ryan Taylor: 2,8
Í leikbanni Ryan Taylor: 3,7
Stolnir boltar í leik (+0,7)
Fyrir bann Ryan Taylor: 2,7
Í leikbanni Ryan Taylor: 3,3
---
Fyrsti leikur Ryan Taylor í banni (71-69 sigur á Stjörnunni)
Danero Thomas með 34 í framlag
Sigurkarfan
24 stig
21 frákast
3 stoðsendingar
2 stolnir boltar
3 varin skot
Annar leikur Ryan Taylor í banni (82-89 tap fyrir Tindastól)
Danero Thomas með 33 í framlag
33 stig
9 frák0st
2 stoðsendingar
1 stolinn boltar
Þriðji leikur Ryan Taylor í banni (106-97 sigur á Tindastól)
Danero Thomas með 35 í framlag
28 stig
9 frák0st
6 stoðsendingar
7 stolnir boltar
Þrír bestu leikir Danero á tímabilinu eru leikirnir þrír þar sem Ryan var í banni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn








Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar
Enski boltinn

Fleiri fréttir
