Telja hjólreiðamenn hafa í raun verið myrta á hrottafenginn hátt í Mexíkó Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2018 17:23 Vini hjólreiðamannanna hafa kallað eftir réttlæti fyrir þeirra hönd. Vísir/EPA Mexíkóskir lögreglumenn segja grun um að tveir evrópskir hjólreiðamenn hafi í raun verið myrtir en áður var talið að þeir hefðu farist í slysi. Lík Þjóðverjans Holger Hagenbusch og Pólverjans Krzysztof Chmielewski fundust fyrir neðan klett í Chiapas-ríki í Mexíkó. Lögreglumenn höfðu greint frá því að talið væri að þeir hefðu fallið fram af klettinum eftir að hafa misst stjórn á hjólum sínum. Var talið að það hefði gerst þegar þeir mættu bíl á veginum.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir frá því að fjölskyldur þeirra og aðrir hjólreiðamenn hefðu verið vantrúa á þá útskýringu og og héldu því fram að eitthvað annað og hryllilegra hefði gerst.Luis Albert Sánchez var nýlega skipaður sérstakur saksóknari í ríkinu en hann greindi frá því á föstudag að grunur væri um að þeir Hagenbusch og Chmielewski hefðu verið myrtir af ræningjum. „Rannsókn okkar gefur til kynna að þetta hafi verið morð af yfirlögðu ráði,“ er haft eftir Sánchez.Hjólreiðamennirnir höfðu ferðast um heiminn undanfarin ár.Vísir/EPaLík Chmielewski fannst fjörutíu metrum fyrir neðan veginn 26. apríl síðastliðinn. Lík Hagenbusch fannst átta dögum síðar, 4. maí síðastliðinn, neðar í gljúfrinu. Vegurinn sem um ræðir er á milli Ocosingo og San Cristóbal de las Casas sem er í suður Mexíkó. Bróðir Hagenbusch, Reiner, sagði við fjölmiðla í Þýskalandi að hann grunaði að mennirnir hefðu verið myrtir og verið væri að reyna að hylma yfir þá staðreynd.Reiner fór til Mexíkó til að bera kennsl á lík bróður síns og fékk þær upplýsingar að höfuð og fót hefði vantað á lík Chmielewski. Lögreglan í Mexíkó telur að Chmielewski hafi verið skotinn í höfuðið. Lík hans fannst nærri hjóli sem tilheyrði Hagenbusch og vakti það upp grunsemdir hjá lögreglu.Sánchez telur að ræningjarnir hafi verið að reyna að fela ummerki um glæpinn.Chmielewski var 37 ára gamall en hann hafði undanfarin þrjú ár ferðast um heiminn á hjóli. Hann hafði heimsótt 51 land og hafði ferðast um Kanada og Bandaríkin áður en hann kom til Mexíkó.Hagenbusch var 43 ára gamall og reyndur hjólreiðamaður. Hann hafði farið til 34 landa og hafði ferðast um á hjóli sínu síðastliðin fjögur ár. BBC segir morðtíðni í Mexíkó afar háa. Árið 2017 var mjög slæmt en 25 þúsund voru myrtir í fyrra samkvæmt opinberum tölum þar í landi, en aldrei hafa verið framin svo mörg morð í Mexíkó frá því mælingar hófust. Meirihluti þessara morða er rakinn til skipulagðrar glæpastarfsemi. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Mexíkóskir lögreglumenn segja grun um að tveir evrópskir hjólreiðamenn hafi í raun verið myrtir en áður var talið að þeir hefðu farist í slysi. Lík Þjóðverjans Holger Hagenbusch og Pólverjans Krzysztof Chmielewski fundust fyrir neðan klett í Chiapas-ríki í Mexíkó. Lögreglumenn höfðu greint frá því að talið væri að þeir hefðu fallið fram af klettinum eftir að hafa misst stjórn á hjólum sínum. Var talið að það hefði gerst þegar þeir mættu bíl á veginum.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir frá því að fjölskyldur þeirra og aðrir hjólreiðamenn hefðu verið vantrúa á þá útskýringu og og héldu því fram að eitthvað annað og hryllilegra hefði gerst.Luis Albert Sánchez var nýlega skipaður sérstakur saksóknari í ríkinu en hann greindi frá því á föstudag að grunur væri um að þeir Hagenbusch og Chmielewski hefðu verið myrtir af ræningjum. „Rannsókn okkar gefur til kynna að þetta hafi verið morð af yfirlögðu ráði,“ er haft eftir Sánchez.Hjólreiðamennirnir höfðu ferðast um heiminn undanfarin ár.Vísir/EPaLík Chmielewski fannst fjörutíu metrum fyrir neðan veginn 26. apríl síðastliðinn. Lík Hagenbusch fannst átta dögum síðar, 4. maí síðastliðinn, neðar í gljúfrinu. Vegurinn sem um ræðir er á milli Ocosingo og San Cristóbal de las Casas sem er í suður Mexíkó. Bróðir Hagenbusch, Reiner, sagði við fjölmiðla í Þýskalandi að hann grunaði að mennirnir hefðu verið myrtir og verið væri að reyna að hylma yfir þá staðreynd.Reiner fór til Mexíkó til að bera kennsl á lík bróður síns og fékk þær upplýsingar að höfuð og fót hefði vantað á lík Chmielewski. Lögreglan í Mexíkó telur að Chmielewski hafi verið skotinn í höfuðið. Lík hans fannst nærri hjóli sem tilheyrði Hagenbusch og vakti það upp grunsemdir hjá lögreglu.Sánchez telur að ræningjarnir hafi verið að reyna að fela ummerki um glæpinn.Chmielewski var 37 ára gamall en hann hafði undanfarin þrjú ár ferðast um heiminn á hjóli. Hann hafði heimsótt 51 land og hafði ferðast um Kanada og Bandaríkin áður en hann kom til Mexíkó.Hagenbusch var 43 ára gamall og reyndur hjólreiðamaður. Hann hafði farið til 34 landa og hafði ferðast um á hjóli sínu síðastliðin fjögur ár. BBC segir morðtíðni í Mexíkó afar háa. Árið 2017 var mjög slæmt en 25 þúsund voru myrtir í fyrra samkvæmt opinberum tölum þar í landi, en aldrei hafa verið framin svo mörg morð í Mexíkó frá því mælingar hófust. Meirihluti þessara morða er rakinn til skipulagðrar glæpastarfsemi.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira