Tölvukerfið stríddi KSÍ við spilun þjóðsöngsins Andri Eysteinsson skrifar 2. september 2018 20:42 Liðin tvö stilltu sér upp á hefbundinn hátt til að hlýða á þjóðsöngva landanna. Skjáskot Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði eins og alþjóð veit fyrir Þjóðverjum í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu á Laugardalsvelli með tveimur mörkum gegn engu. Þrátt fyrir úrslitin eygir Ísland enn von um að komast á HM í Frakklandi á næsta ári. Umgjörðin um leikinn var með besta móti og var sett áhorfendamet á kvennalandsleik á Laugardalsvelli en 9636 horfðu á leikinn úr stúkunni.Varnarjaxlarnir Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir hlógu ásamt áhorfendum þegar truflunin heyrðistSkjáskotTruflanir við spilun íslenska þjóðsöngsins Þrátt fyrir góða umgjörð vakti eitt atvik fyrir leik athygli. Eftir að spilun þjóðsöngs Þýskalands lauk og Lofsöngur Matthíasar Jochumssonar var í þann mund að hefjast heyrðust hljóð sem vallargestir og sjónvarpsáhorfendur þekkja úr Windows stýrikerfi Microsoft. Heyra mátti í útsendingu Stöðvar 2 Sport að áhorfendur skelltu upp úr sem og íslensku leikmennirnir og starfslið landsliðsins. Þó hófst þjóðsöngur Íslands skömmu síðar og leikmenn og áhorfendur einbeittu sér að því að syngja texta Matthíasar við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Tæknin átti þó eftir að stríða Knattspyrnusambandinu í annað sinn en annað hljóð ættað úr Windows stýrikerfinu heyrðist á meðan að stúkan söng. Mistökin fóru ekki fram hjá Twitter notendum og voru þónokkrar færslur skrifaðar um þjóðsönginn með Windows blænum.Hver hatar ekki Windows #íslþys#fotboltinet#þjóðsöngurinn — Birkir Örn Pétursson (@birkirp) September 1, 2018Ef við töpum er það gæjanum sem var loggaður inn á Messenger í þjóðsöngnum að kenna! #áframÍsland#Fotboltinet — Belgi Seljan (@helgiseljan) September 1, 2018Hvaða maður verður rekinn hjá KSÍ fyrir að klikka á þjóðsöngnum? #FotboltiNet — Maggi Peran (@maggiperan) September 1, 2018Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari, starfslið hans og varamannabekkur sá spaugilegu hliðina á málinu.SkjáskótSama uppsetning og á fyrri leikjum Í samtali við blaðamann Vísis segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, orsökina ekki liggja hjá starfsmanni heldur eingöngu hafi þetta verið hreinir og beinir tæknilegir örðugleikar. Sömu starfsmenn hafi verið að störfum og hafi notað sömu tölvur og notaðar hafa verið á öðrum landsleikjum. Klara segir þrjár hljóðprufur hafa farið fram á leikdag og þá hafði allt farið vel fram. Þegar á hólminn var komið hafði þó mismikill hljóðstyrkur þjóðsöngvanna leikið KSÍ grátt. Þeir tæknilegu örðugleikar höfðu orsakað villumeldingarnar sem heyrðust um allan Laugardalsvöllinn og inn í stofu sjónvarpsáhorfenda.Síðasti leikur undankeppninnar gegn Tékkum Næsti leikur kvennalandsliðsins er einnig á Laugardalsvelli, gegn Tékklandi næsta þriðjudag klukkan 15:00. Þar sem engin bilun varð í hljómflutningstækjum Laugardalsvallar má því búast við að þar fái tónar Lofsöngs að óma án truflunar. Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði eins og alþjóð veit fyrir Þjóðverjum í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu á Laugardalsvelli með tveimur mörkum gegn engu. Þrátt fyrir úrslitin eygir Ísland enn von um að komast á HM í Frakklandi á næsta ári. Umgjörðin um leikinn var með besta móti og var sett áhorfendamet á kvennalandsleik á Laugardalsvelli en 9636 horfðu á leikinn úr stúkunni.Varnarjaxlarnir Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir hlógu ásamt áhorfendum þegar truflunin heyrðistSkjáskotTruflanir við spilun íslenska þjóðsöngsins Þrátt fyrir góða umgjörð vakti eitt atvik fyrir leik athygli. Eftir að spilun þjóðsöngs Þýskalands lauk og Lofsöngur Matthíasar Jochumssonar var í þann mund að hefjast heyrðust hljóð sem vallargestir og sjónvarpsáhorfendur þekkja úr Windows stýrikerfi Microsoft. Heyra mátti í útsendingu Stöðvar 2 Sport að áhorfendur skelltu upp úr sem og íslensku leikmennirnir og starfslið landsliðsins. Þó hófst þjóðsöngur Íslands skömmu síðar og leikmenn og áhorfendur einbeittu sér að því að syngja texta Matthíasar við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Tæknin átti þó eftir að stríða Knattspyrnusambandinu í annað sinn en annað hljóð ættað úr Windows stýrikerfinu heyrðist á meðan að stúkan söng. Mistökin fóru ekki fram hjá Twitter notendum og voru þónokkrar færslur skrifaðar um þjóðsönginn með Windows blænum.Hver hatar ekki Windows #íslþys#fotboltinet#þjóðsöngurinn — Birkir Örn Pétursson (@birkirp) September 1, 2018Ef við töpum er það gæjanum sem var loggaður inn á Messenger í þjóðsöngnum að kenna! #áframÍsland#Fotboltinet — Belgi Seljan (@helgiseljan) September 1, 2018Hvaða maður verður rekinn hjá KSÍ fyrir að klikka á þjóðsöngnum? #FotboltiNet — Maggi Peran (@maggiperan) September 1, 2018Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari, starfslið hans og varamannabekkur sá spaugilegu hliðina á málinu.SkjáskótSama uppsetning og á fyrri leikjum Í samtali við blaðamann Vísis segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, orsökina ekki liggja hjá starfsmanni heldur eingöngu hafi þetta verið hreinir og beinir tæknilegir örðugleikar. Sömu starfsmenn hafi verið að störfum og hafi notað sömu tölvur og notaðar hafa verið á öðrum landsleikjum. Klara segir þrjár hljóðprufur hafa farið fram á leikdag og þá hafði allt farið vel fram. Þegar á hólminn var komið hafði þó mismikill hljóðstyrkur þjóðsöngvanna leikið KSÍ grátt. Þeir tæknilegu örðugleikar höfðu orsakað villumeldingarnar sem heyrðust um allan Laugardalsvöllinn og inn í stofu sjónvarpsáhorfenda.Síðasti leikur undankeppninnar gegn Tékkum Næsti leikur kvennalandsliðsins er einnig á Laugardalsvelli, gegn Tékklandi næsta þriðjudag klukkan 15:00. Þar sem engin bilun varð í hljómflutningstækjum Laugardalsvallar má því búast við að þar fái tónar Lofsöngs að óma án truflunar.
Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00