Sakar Rússa um að nota Bretland sem „ruslatunnu“ fyrir eitur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2018 20:06 Frá vettvangsrannsókn lögreglu í Amesbury í dag. vísir/ap Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, sakar rússnesk stjórnvöld um að nota Bretland sem „ruslatunnu“ fyrir eitur eftir að í ljós að komið að parið sem veiktist af völdum taugaeitursins novichok hafði handleikið einhvern hlut sem reyndist eitraður. Javid segir að bresk yfirvöld muni ráðfæra sig við bandamenn sína varðandi möguleg viðbrögð gagnvart Rússum og hann hvetur rússnesk stjórnvöld til þess að útskýra „hvað sé eiginlega í gangi.“ Eitrið sem varð til þess að parið Dawn Sturgess og Charlie Rowley veiktust alvarlega er sama eitur og var notað til að eitra fyrir fyrrverandi rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans, Júlíu. Þau veiktust í Salisbury en Sturgess og Rowley bjuggu í Amesbury, skammt frá Salisbury. Eftir taugaeitursárásina á Skripal-feðginin í mars síðastliðnum vöruðu yfirvöld í Salisbury almenning við því að taka upp óþekkta hluti. Ákveðið var að fara ekki í allsherjar athugun á því í bænum hvort að eitrið leyndist víðar en þar sem eitrað var fyrir feðginunum en yfirvöld sögðu að þau gætu ekki útilokað að meira af taugaeitrinu væri í bænum. „Það er unnið út frá því að parið hafi komist í snertingu við taugaeitrið annars staðar en þar sem hreinsað var upp eftir árásina í Salisbury,“ sagði innanríkisráðherrann í dag. Rússnesk yfirvöld hafa neitað því að hafa eitthvað með eitrunina í Amesbury að gera og hafa boðið fram aðstoð sína við rannsókn málsins, líkt og þau gerðu í tilfelli Skripal-feðginanna. „Augu allra beinast nú að Rússlandi, ekki síst vegna Heimsmeistarakeppninnar. Það er kominn tími til að rússnesk yfirvöld stígi fram og útskýri hvað sé á seyði. [...] Við munum mæta öllu því sem ógnar öryggi okkar og bandamanna. Það er óásættanlegt að landsmenn séu skotmörk, hvort sem það er vísvitandi eða óvart, og að strætin, garðar og bæir séu ruslatunnur fyrir eitur,“ sagði Javid á breska þinginu í dag. Tengdar fréttir Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25 Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, sakar rússnesk stjórnvöld um að nota Bretland sem „ruslatunnu“ fyrir eitur eftir að í ljós að komið að parið sem veiktist af völdum taugaeitursins novichok hafði handleikið einhvern hlut sem reyndist eitraður. Javid segir að bresk yfirvöld muni ráðfæra sig við bandamenn sína varðandi möguleg viðbrögð gagnvart Rússum og hann hvetur rússnesk stjórnvöld til þess að útskýra „hvað sé eiginlega í gangi.“ Eitrið sem varð til þess að parið Dawn Sturgess og Charlie Rowley veiktust alvarlega er sama eitur og var notað til að eitra fyrir fyrrverandi rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans, Júlíu. Þau veiktust í Salisbury en Sturgess og Rowley bjuggu í Amesbury, skammt frá Salisbury. Eftir taugaeitursárásina á Skripal-feðginin í mars síðastliðnum vöruðu yfirvöld í Salisbury almenning við því að taka upp óþekkta hluti. Ákveðið var að fara ekki í allsherjar athugun á því í bænum hvort að eitrið leyndist víðar en þar sem eitrað var fyrir feðginunum en yfirvöld sögðu að þau gætu ekki útilokað að meira af taugaeitrinu væri í bænum. „Það er unnið út frá því að parið hafi komist í snertingu við taugaeitrið annars staðar en þar sem hreinsað var upp eftir árásina í Salisbury,“ sagði innanríkisráðherrann í dag. Rússnesk yfirvöld hafa neitað því að hafa eitthvað með eitrunina í Amesbury að gera og hafa boðið fram aðstoð sína við rannsókn málsins, líkt og þau gerðu í tilfelli Skripal-feðginanna. „Augu allra beinast nú að Rússlandi, ekki síst vegna Heimsmeistarakeppninnar. Það er kominn tími til að rússnesk yfirvöld stígi fram og útskýri hvað sé á seyði. [...] Við munum mæta öllu því sem ógnar öryggi okkar og bandamanna. Það er óásættanlegt að landsmenn séu skotmörk, hvort sem það er vísvitandi eða óvart, og að strætin, garðar og bæir séu ruslatunnur fyrir eitur,“ sagði Javid á breska þinginu í dag.
Tengdar fréttir Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25 Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25
Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08