Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Í fréttatímanum förum við yfir stöðuna hjá flugfélaginu Primera Air en stjórnendur flugfélagsins ætla að óska eftir greiðslustöðvun á morgun. Öllum ferðum flugfélagsins hefur verið aflýst.

Ástandið í Indónesíu fer stöðugt versnandi og tala látinna hækkar hratt eftir hamfarirnar sem gengu yfir á föstudag þegar jarðskjálfti að stæðinni 7,5 reið yfir og á eftir fylgdi flóðbylgja með öldu sem var allt að sex metra há þegar hún skall á ströndinni í borginni Palu í Sulawesi.

Við segjum frá því að ekkert mun fást upp í launakröfur hátt í sextíu starfsmanna í þrotabúi United Silicon en eignir búsins hafa að mestu farið í að greiða veðkröfur Arion banka. Tjón starfsmanna gæti hlaupið á tugum milljóna króna.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×