Innlent

Erlendi ferðamaðurinn á góðum batavegi

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill viðbúnaður var á staðnum í gær.
Mikill viðbúnaður var á staðnum í gær. Vísir/tryggvi páll tryggvason
Erlendi ferðamaðurinn sem féll í klettum skammt neðan við Goðafoss er á góðum batavegi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Lögregla segir að við skoðun og aðhlynningu á sjúkrahúsi í Reykjavík hafi komið í ljós að hann var óbrotinn og áverkar minni en óttast var.

„Ferðamaðurinn hlaut heilahristing og í raun ótrúlegt hve vel hann hefur sloppið frá slysi þessu. Hann nýtur nú hjúkrunar og hvíldar. Lögreglan þakkar þeim samhenta hópi hjálparliðs sem kom á vettvang vegna þessa atviks,“ segir í tilkynningu.

Í fyrstu var talið að maðurinn hefði fallið í ána en síðar kom í ljós að svo var ekki. Mikill viðbúnaður var á staðnum og tóku hátt í fimmtíu björgunarsveitarmenn úr Eyjafirði og víðar af Norðurlandi eystra þátt í aðgerðum. Hann var sendur suður til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar.




Tengdar fréttir

Aðgerðum lokið við Goðafoss

Aðkomu björgunarsveita er lokið á vettvangi en þeim lauk um klukkan 15:30 og eru björgunaraðilar eru á leiðinni til síns heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×