Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld verður rætt við Andra Má Ingólfsson, forstjóra og eiganda Primera Air en þúsundir Breta eru strandaglópar vegna gjaldþrots flugfélagsins og eiga erfitt með að fá upplýsingar frá fyrirtækinu. Andri Már segir dönsku flugmálastjórnina vinna í málunum og tekist hafi að útvega öllum farþegum á Norðurlöndunum annað flug.

Einnig verður rætt við bæjarbúa á Patreksfirði og Tálknafirði um afturköllun rekstrarleyfa tveggja laxeldisstöðva í bæjunum. Málið er litið alvarlegum augum enda óhjákvæmilegt að það hafi mikil áhrif á bæjarlífið.

Við sjáum einnig ótrúlegt myndskeið af hörðum árekstri þriggja bíla á gatnamótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar um miðjan dag sem gerðist eftir að ökumaður ók gegn rauðu ljósi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×