Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 6. júní 2018 14:57 Nýju lögin eru byggð á fyrirmynd frá hinum Norðurlöndunum Vísir/Getty Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 54 þingmenn voru viðstaddir atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi og greiddu allir atkvæði með samþykkt frumvarpsins nema Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins og Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sem skiluðu ekki atkvæði. Það voru þingmenn Framsóknarflokksins þau Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson sem lögðu frumvarpið fram. Þau höfðu áður mælt fyrir sama frumvarpi árið 2013 en höfðu ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir að þá sæti ríkisstjórn þáverandi flokksbróður þeirra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Athygli vekur að meðflutningsmenn þá voru úr öllum flokkum á Alþingi. Málið á sér töluverða forsögu á Alþingi og hefur alls verið lagt fram fimm sinnum, þar á meðal tvisvar af þáverandi þingmanni Framsóknarflokksins Siv Friðleifsdóttur. Frumvarpið er byggt á löggjöf í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi þar sem ávallt er gert ráð fyrir að hinn látni sé samþykkur því að gefa líffæri nema ástæða sé til að ætla annað, t.d. af trúarlegum ástæðum eða ef viðkomandi hefur lýst yfir andstöðu við slíkt. Allir sem tóku til máls í umræðum um frumvarpið að þessu sinni fögnuðu því að það væri aftur komið fram og sögðust vona að það yrði að lögum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið við fyrstu umræðu um frumvarpið til að spyrja hvort löggjöf um líffæragjöf yrði ekki brátt óþörf vegna framfara í tækni sem gerir vísindamönnum kleift að rækta hlutlaus líffæri – sem líkaminn myndi ekki hafna - á tilraunastofu. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og annar flutningsmanna frumvarpsins, kvaðst ekki vera í aðstöðu til að meta hversu langt vísindin væru á veg komin hvað varðar einræktun líffæra. Willum sagðist heldur ekki geta gefið læknisfræðilegt mat á því hvort mannslíkaminn væri minna eða meira líklegur til að hafna líffæri sem væru ræktuð á tilraunastofu. Baðst hann undan því að svara svo stórum spurningum frá Birni Leví í umræðu um þetta frumvarp. Tengdar fréttir Íslenskir nýrnasjúklingar settir í forgang og níu fengið ígræðslu Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met. 16. nóvember 2017 06:00 Gæti prentað raunveruleg líffæri Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. 23. janúar 2018 20:00 Stjórnarþingmenn reyna enn að breyta lögum um brottnám líffæra Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. 2. febrúar 2018 12:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 54 þingmenn voru viðstaddir atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi og greiddu allir atkvæði með samþykkt frumvarpsins nema Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins og Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sem skiluðu ekki atkvæði. Það voru þingmenn Framsóknarflokksins þau Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson sem lögðu frumvarpið fram. Þau höfðu áður mælt fyrir sama frumvarpi árið 2013 en höfðu ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir að þá sæti ríkisstjórn þáverandi flokksbróður þeirra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Athygli vekur að meðflutningsmenn þá voru úr öllum flokkum á Alþingi. Málið á sér töluverða forsögu á Alþingi og hefur alls verið lagt fram fimm sinnum, þar á meðal tvisvar af þáverandi þingmanni Framsóknarflokksins Siv Friðleifsdóttur. Frumvarpið er byggt á löggjöf í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi þar sem ávallt er gert ráð fyrir að hinn látni sé samþykkur því að gefa líffæri nema ástæða sé til að ætla annað, t.d. af trúarlegum ástæðum eða ef viðkomandi hefur lýst yfir andstöðu við slíkt. Allir sem tóku til máls í umræðum um frumvarpið að þessu sinni fögnuðu því að það væri aftur komið fram og sögðust vona að það yrði að lögum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið við fyrstu umræðu um frumvarpið til að spyrja hvort löggjöf um líffæragjöf yrði ekki brátt óþörf vegna framfara í tækni sem gerir vísindamönnum kleift að rækta hlutlaus líffæri – sem líkaminn myndi ekki hafna - á tilraunastofu. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og annar flutningsmanna frumvarpsins, kvaðst ekki vera í aðstöðu til að meta hversu langt vísindin væru á veg komin hvað varðar einræktun líffæra. Willum sagðist heldur ekki geta gefið læknisfræðilegt mat á því hvort mannslíkaminn væri minna eða meira líklegur til að hafna líffæri sem væru ræktuð á tilraunastofu. Baðst hann undan því að svara svo stórum spurningum frá Birni Leví í umræðu um þetta frumvarp.
Tengdar fréttir Íslenskir nýrnasjúklingar settir í forgang og níu fengið ígræðslu Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met. 16. nóvember 2017 06:00 Gæti prentað raunveruleg líffæri Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. 23. janúar 2018 20:00 Stjórnarþingmenn reyna enn að breyta lögum um brottnám líffæra Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. 2. febrúar 2018 12:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Sjá meira
Íslenskir nýrnasjúklingar settir í forgang og níu fengið ígræðslu Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met. 16. nóvember 2017 06:00
Gæti prentað raunveruleg líffæri Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. 23. janúar 2018 20:00
Stjórnarþingmenn reyna enn að breyta lögum um brottnám líffæra Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. 2. febrúar 2018 12:30