Innlent

Hættulegur maður handtekinn á Ísafirði

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. vísir/Egill
Lögreglan á Vestfjörðum brá á það ráð að handtaka ölvaðan og æsta einstakling sem ekki tókst að róa í miðbæ Ísafjarðar aðfaranótt síðastliðins sunnudags. Var maðurinn talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum í þessu ástandi. Var hann látinn sofa úr sér áfengisvímuna þar til honum var leyft að fara frjálsum ferða sinna.

Lögreglunni á Vestfjörðum barst tilkynning í síðastliðinni viku um hund sem glefsaði í póstburðarmanneskju við útidyr heimilis á Ísafirði. Hundurinn var bundinn í garði heimilisfólksins en taumurinn það langur að hundinum tókst að hlaupa að og glefsa í starfsmanninn sem var að koma með póst að útidyrunum. Póstburðarstarfsmaðurinn hlaut minniháttar sár á hendi við þetta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×