Velferðarráðuneytið auglýsir eftir þátttöku vaktavinnustaðar í tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hjá ríkinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Um er að ræða tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnutíma og eru vinnustaðir um allt land hvattir til að sækja um. Einn vaktavinnustaður verður valinn til þátttöku þar sem vinnustundum verður að jafnaði fækkað úr 40 stundum á viku í 36 án þess að til launaskerðingar komi.
Tilraunin mun standa yfir 9 mánuði, frá 1. september 2018 til 1. júní 2019 á þeim vaktavinnustað er valinn verður til þátttöku. Umsóknarfrestur er til 22. júní næstkomandi en miðað er við að stöðugildi á vinnustaðnum séu 20 eða fleiri, að a.m.k. 30% starfsmanna séu í aðildarfélögum BSRB og að meirihluti starfsmanna sé í 70-100% starfshlutfalli.
„Markmið verkefnisins er að kanna hvort stytting vinnuviku leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og viðkomandi vinnustaðar,“ að því er segir í tilkynningu.
Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á vef Stjórnarráðsins.
Vinnuvikan stytt hjá einum vinnustað í tilraunaverkefni

Tengdar fréttir

Vill stytta vinnuvikuna og fjölga samverustundum með fjölskyldu
Magnús Már Guðmundsson býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 9.-10. febrúar næstkomandi.

Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku
Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni.

Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“
Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd.