Sauma þurfti 38 spor í enni Olivera en ekki 29 eftir olnbogahögg Gunnars Nelson Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2018 10:00 Alex Oliveira var illa farinn eftir bardagann. vísir/getty Alex Olivera, Brasilíumaðurinn sem lærði hvar Davíð keypti ölið í Toronto um síðastliðna helgi þegar að Gunnar Nelson rúllaði honum upp í UFC-búrinu, vill meina að hann hafi ekki tapað fyrir íslenska bardagakappanum á uppgjafartaki. Eftir að Gunnar þrumaði eitruðum olnboga í enni Olivera var blóð úti um allt. Brassinn opnaði sig eftir höggið sem gerði Gunnari kleift að koma örmum utan um háls hans og gera allt klárt fyrir hið svo kallaða Rear naked choke eða hengingartak. Dómarinn stöðvaði bardagann þegar að Olivera sló nokkrum sinnum létt á handlegg Gunnars og var sigurinn skráður með uppgjafartaki sem gerir það að verkum að Gunnar hefur klárað flesta bardaga í sögu veltivigtarinnar með slíkri aðferð. „Hann var vissulega klár með henginguna en ég var á lífi þá. Ég var bara góður. Vandamálið var allt þetta blóð,“ segir Oliveira í viðtali við MMA Fighting en blóðið vægast sagt fossaði út úr enni Brasilíumannsins. „Þegar ég lagði hönd á ennið fann ég allt var opið. Ég sá ekki neitt. Það hefði engu máli skipt ef ég hefði lifað lotuna af því læknirinn hefði aldrei leyft mér að halda áfram.“ Fyrst eftir bardagann bárust fréttir af því að Oliveira, sem verður með vænt ör á enninu um ókomna tíð, hefði þurft að láta sauma 29 spor til að loka sárinu. Það er ekki rétt. Þau voru töluvert fleiri. „38 spor, maður! Það voru saumuð 38 spor. Þetta er bara hluti af leiknum, ekki satt? Olnbogaskotið gjörsamlega breytti þessum bardaga,“ segir Alex Oliveira. MMA Tengdar fréttir Brassi skorar Gunnar Nelson á á hólm: „Það væri gaman að koma höndum á hann“ Reynslumikill Brasilíumaður vill berjast við Gunnar Nelson. 13. desember 2018 11:00 Segir aðalbardaga í London á móti Leon Edwards rétta skrefið fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson vill helst berjast í Lundúnum í mars. 13. desember 2018 13:30 Gunnar Nelson upp um tvö sæti á styrkleikalistanum Gunnar Nelson er kominn upp fyrir Alex Oliveira sem að hann pakkaði saman um helgina. 13. desember 2018 10:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Sjá meira
Alex Olivera, Brasilíumaðurinn sem lærði hvar Davíð keypti ölið í Toronto um síðastliðna helgi þegar að Gunnar Nelson rúllaði honum upp í UFC-búrinu, vill meina að hann hafi ekki tapað fyrir íslenska bardagakappanum á uppgjafartaki. Eftir að Gunnar þrumaði eitruðum olnboga í enni Olivera var blóð úti um allt. Brassinn opnaði sig eftir höggið sem gerði Gunnari kleift að koma örmum utan um háls hans og gera allt klárt fyrir hið svo kallaða Rear naked choke eða hengingartak. Dómarinn stöðvaði bardagann þegar að Olivera sló nokkrum sinnum létt á handlegg Gunnars og var sigurinn skráður með uppgjafartaki sem gerir það að verkum að Gunnar hefur klárað flesta bardaga í sögu veltivigtarinnar með slíkri aðferð. „Hann var vissulega klár með henginguna en ég var á lífi þá. Ég var bara góður. Vandamálið var allt þetta blóð,“ segir Oliveira í viðtali við MMA Fighting en blóðið vægast sagt fossaði út úr enni Brasilíumannsins. „Þegar ég lagði hönd á ennið fann ég allt var opið. Ég sá ekki neitt. Það hefði engu máli skipt ef ég hefði lifað lotuna af því læknirinn hefði aldrei leyft mér að halda áfram.“ Fyrst eftir bardagann bárust fréttir af því að Oliveira, sem verður með vænt ör á enninu um ókomna tíð, hefði þurft að láta sauma 29 spor til að loka sárinu. Það er ekki rétt. Þau voru töluvert fleiri. „38 spor, maður! Það voru saumuð 38 spor. Þetta er bara hluti af leiknum, ekki satt? Olnbogaskotið gjörsamlega breytti þessum bardaga,“ segir Alex Oliveira.
MMA Tengdar fréttir Brassi skorar Gunnar Nelson á á hólm: „Það væri gaman að koma höndum á hann“ Reynslumikill Brasilíumaður vill berjast við Gunnar Nelson. 13. desember 2018 11:00 Segir aðalbardaga í London á móti Leon Edwards rétta skrefið fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson vill helst berjast í Lundúnum í mars. 13. desember 2018 13:30 Gunnar Nelson upp um tvö sæti á styrkleikalistanum Gunnar Nelson er kominn upp fyrir Alex Oliveira sem að hann pakkaði saman um helgina. 13. desember 2018 10:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Sjá meira
Brassi skorar Gunnar Nelson á á hólm: „Það væri gaman að koma höndum á hann“ Reynslumikill Brasilíumaður vill berjast við Gunnar Nelson. 13. desember 2018 11:00
Segir aðalbardaga í London á móti Leon Edwards rétta skrefið fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson vill helst berjast í Lundúnum í mars. 13. desember 2018 13:30
Gunnar Nelson upp um tvö sæti á styrkleikalistanum Gunnar Nelson er kominn upp fyrir Alex Oliveira sem að hann pakkaði saman um helgina. 13. desember 2018 10:00