Bandarískir þingmenn kjósa að afturkalla stuðning við Sáda í Jemen Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2018 07:30 Bernie Sanders (f.m.) og repúblikaninn Mike Lee (t.h.) voru flutningsmenn tillögunnar sem öldungadeildin samþykkti í gær. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti að draga til baka hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Sáda í stríði þeirra í Jemen. Í ályktun sem þingmenn beggja flokka samþykktu kenndu þeir krónprins Sádi-Arabíu um morðið að Jamal Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni. Samþykktin er sögð sögulega því þetta er í fyrsta skipti sem önnur hvor deild Bandaríkjaþings samþykkir að draga bandarískt herlið til baka úr stríðsátökum á grundvelli laga sem sett voru árið 1973 og takmörkuðu vald forseta til stríðsrekstrar án heimildar þingsins. Með henni hvetur þingið Donald Trump forseta til að draga herliðið til baka fyrir utan hluta þess sem berst gegn íslömskum öfgamönnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði með ályktuninni sem var samþykkt með 56 atkvæðum gegn 41. Ályktunin er fyrst og fremst sögð táknræn og ólíklegt að hún verði að lögum. Trump hefur lýst því yfir að hann muni beita neitunarvaldi sínu og ekki er meirihluti fyrir ályktuninni í neðri deild þingsins eins og stendur þar sem repúblikanar eru með meirihluta þar til í næsta mánuði. Í annarri ályktun samþykktu öldungadeildarþingmennirnir samhljóða að saka Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, um morðið á Khashoggi sem var myrtur í byrjun október. Kröfðust þeir þess að Sádar drægju þá sem stóðu að morðinu til ábyrgðar. Trump forseti og ríkisstjórn hans hafa staðið með Salman þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan hafi ályktað að hann hafi að öllum líkindum skipað fyrir um morðið. „Ef krónprinsinn væri fyrir kviðdómi væri hann sakfelldur á hálftíma að mínu mati,“ sagði Bob Corker, fráfarandi öldungadeildarþingmaður repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Jemen Tengdar fréttir Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30 Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05 Sömdu um vopnahlé í Jemen Stríðandi fylkingar hafa komist að samkomulagi um vopnahlé í jemensku hafnarborginni Hudaydah. 13. desember 2018 22:01 Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti að draga til baka hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Sáda í stríði þeirra í Jemen. Í ályktun sem þingmenn beggja flokka samþykktu kenndu þeir krónprins Sádi-Arabíu um morðið að Jamal Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni. Samþykktin er sögð sögulega því þetta er í fyrsta skipti sem önnur hvor deild Bandaríkjaþings samþykkir að draga bandarískt herlið til baka úr stríðsátökum á grundvelli laga sem sett voru árið 1973 og takmörkuðu vald forseta til stríðsrekstrar án heimildar þingsins. Með henni hvetur þingið Donald Trump forseta til að draga herliðið til baka fyrir utan hluta þess sem berst gegn íslömskum öfgamönnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði með ályktuninni sem var samþykkt með 56 atkvæðum gegn 41. Ályktunin er fyrst og fremst sögð táknræn og ólíklegt að hún verði að lögum. Trump hefur lýst því yfir að hann muni beita neitunarvaldi sínu og ekki er meirihluti fyrir ályktuninni í neðri deild þingsins eins og stendur þar sem repúblikanar eru með meirihluta þar til í næsta mánuði. Í annarri ályktun samþykktu öldungadeildarþingmennirnir samhljóða að saka Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, um morðið á Khashoggi sem var myrtur í byrjun október. Kröfðust þeir þess að Sádar drægju þá sem stóðu að morðinu til ábyrgðar. Trump forseti og ríkisstjórn hans hafa staðið með Salman þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan hafi ályktað að hann hafi að öllum líkindum skipað fyrir um morðið. „Ef krónprinsinn væri fyrir kviðdómi væri hann sakfelldur á hálftíma að mínu mati,“ sagði Bob Corker, fráfarandi öldungadeildarþingmaður repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Jemen Tengdar fréttir Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30 Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05 Sömdu um vopnahlé í Jemen Stríðandi fylkingar hafa komist að samkomulagi um vopnahlé í jemensku hafnarborginni Hudaydah. 13. desember 2018 22:01 Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30
Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05
Sömdu um vopnahlé í Jemen Stríðandi fylkingar hafa komist að samkomulagi um vopnahlé í jemensku hafnarborginni Hudaydah. 13. desember 2018 22:01
Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08