Innlent

Sækja ökklabrotna ferðakonu á Fimmvörðuháls

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Fimmvörðuhálsi. Myndin er úr safni.
Frá Fimmvörðuhálsi. Myndin er úr safni. Vísir
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hvolsvelli og Hellu fóru til aðstoðar slösuðum ferðamanni á Fimmvörðuhálsi á níunda tímanum í kvöld. Þar hafði kona slasað sig þegar hún hrasaði og rann niður brekku. Talið er að hún sé ökklabrotin.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að konan hafi verið í för með annarri yfir hálsinn. Konan hafi hrasaði í svokallaðri Bröttufönn. Björgunarmenn eru komnir að konunum og búnir að setja þá slösuðu í börur og vinna nú að því að koma henni í bíl og verður hún flutt á sjúkrahús í framhaldinu.

Reikna má með að björgunarmenn verði komnir með konuna niður á jafnsléttu í kring um miðnættið, að sögn Landsbjargar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×