„Reykkafarar hafa ekki getað kannað efri hæðina þar sem við teljum að fólkið sé“ Atli Ísleifsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 31. október 2018 20:30 Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að reykkafarar hafi ekki getað kannað efri hæðina í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi sem varð alelda síðdegis í dag. Talið sé að karl og kona séu þar. „En við teljum, án þess að við getum staðfest það, að við vitum hvar þessir einstaklingar eru í húsinu. Við getum hins vegar ekki sagt það með óyggjandi hætti fyrr en við höfum tekið á því,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. Pétur ræddi við Jóhann K. Jóhannsson um klukkan 19:30 í kvöld og var slökkvistarf þá á síðustu metrunum. „Slökkvistarf heldur áfram en er orðið mikið rólegra. Það er nánast allur eldur slökktur. Við erum þó í vandræðum með þakið. Við fáum stöðugt upp elda aftur og við viljum ekki senda menn inn fyrr en við erum búnir að slökkva hann.“Í haldi lögreglu Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglu vegna málsins. Pétur segir að slökkviliðsmenn hafi unnið að því að taka þakplötur af húsinu en að eldur hafi verið að blossa þar upp aftur og aftur. „Það er alveg ljóst að við þurfum að hafa vakt á þessu húsi í nótt til þess að vinna í glæðum og annað slíkt sem kemur upp aftur. Starfi er því ekki lokið og það er alveg víst að við verðum hérna í einhverja klukkutíma með talsvert viðbragð.“Það hefur vakið athygli, þegar maður hefur fylgst með slökkvistarfi, að það er gríðarlegur hiti á efri hæðinni og í þakinu.„Já, þetta er gamalt hús og við vitum ekki alveg með hverju það er einangrað. Það virðist talsvert einangrað með hvítu plasti, sem má nú ekki einangra með í dag. Það er mikið af eldfimum efnum og reykur sem kemur úr því sem er náttúrulega bara gas, sem getur valið þessum gríðarlega hita. Það kom okkur á óvart í upphafi þegar við komum hversu mikill eldur var í húsinu og mikill hiti var í húsinu.“Er eiginlegu slökkvistarfi að ljúka eða eruð þið meira að fara í frágang?„Ég myndi segja að eiginlegt slökkvistarf sé alveg á lokametrunum. Við ætlum að rífa þessar síðustu plötur af þakinu til að komast í síðustu hreiðrin en síðan er þetta að stærstum hluta að ljúka hjá okkur.“Hvað ertu búinn að vera með mikið lið hérna á vettvangi?„Við erum búin að vera með rúmlega þrjátíu slökkviliðsmenn. Síðan hefur verið hérna talsvert af sjúkraflutningamönnum og lögreglumönnum líka. Ég hugsa að það sé ekki óvarlegt að segja að að það hafi verið um fimmtíu manns í það heila hérna,“ segir Pétur. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að reykkafarar hafi ekki getað kannað efri hæðina í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi sem varð alelda síðdegis í dag. Talið sé að karl og kona séu þar. „En við teljum, án þess að við getum staðfest það, að við vitum hvar þessir einstaklingar eru í húsinu. Við getum hins vegar ekki sagt það með óyggjandi hætti fyrr en við höfum tekið á því,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. Pétur ræddi við Jóhann K. Jóhannsson um klukkan 19:30 í kvöld og var slökkvistarf þá á síðustu metrunum. „Slökkvistarf heldur áfram en er orðið mikið rólegra. Það er nánast allur eldur slökktur. Við erum þó í vandræðum með þakið. Við fáum stöðugt upp elda aftur og við viljum ekki senda menn inn fyrr en við erum búnir að slökkva hann.“Í haldi lögreglu Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglu vegna málsins. Pétur segir að slökkviliðsmenn hafi unnið að því að taka þakplötur af húsinu en að eldur hafi verið að blossa þar upp aftur og aftur. „Það er alveg ljóst að við þurfum að hafa vakt á þessu húsi í nótt til þess að vinna í glæðum og annað slíkt sem kemur upp aftur. Starfi er því ekki lokið og það er alveg víst að við verðum hérna í einhverja klukkutíma með talsvert viðbragð.“Það hefur vakið athygli, þegar maður hefur fylgst með slökkvistarfi, að það er gríðarlegur hiti á efri hæðinni og í þakinu.„Já, þetta er gamalt hús og við vitum ekki alveg með hverju það er einangrað. Það virðist talsvert einangrað með hvítu plasti, sem má nú ekki einangra með í dag. Það er mikið af eldfimum efnum og reykur sem kemur úr því sem er náttúrulega bara gas, sem getur valið þessum gríðarlega hita. Það kom okkur á óvart í upphafi þegar við komum hversu mikill eldur var í húsinu og mikill hiti var í húsinu.“Er eiginlegu slökkvistarfi að ljúka eða eruð þið meira að fara í frágang?„Ég myndi segja að eiginlegt slökkvistarf sé alveg á lokametrunum. Við ætlum að rífa þessar síðustu plötur af þakinu til að komast í síðustu hreiðrin en síðan er þetta að stærstum hluta að ljúka hjá okkur.“Hvað ertu búinn að vera með mikið lið hérna á vettvangi?„Við erum búin að vera með rúmlega þrjátíu slökkviliðsmenn. Síðan hefur verið hérna talsvert af sjúkraflutningamönnum og lögreglumönnum líka. Ég hugsa að það sé ekki óvarlegt að segja að að það hafi verið um fimmtíu manns í það heila hérna,“ segir Pétur.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37
Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09