Fótbolti

Ronaldinho var 48 tímum frá því að ganga til liðs við United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldinho með Meistaradeildarbikarinn.
Ronaldinho með Meistaradeildarbikarinn. vísir/getty
Ronaldinho, einn besti fótboltamaður sögunnar, var aðeins 48 klukkustundum frá því að ganga til liðs við Manchester United í stað Barcelona.

Sumarið 2003 háðu Manchester United og Barcelona baráttu um að fá Ronaldinho, þá nýkrýndan heimsmeistara með Brasilíu, til sín. Barcelona vann þá baráttu og átti Ronaldinho eftir að skora 94 mörk í 207 leikjum fyrir Börsunga.

Í viðtali við FourFourTwo greinir Ronaldinho frá því að löngu áður hafði Sandro Rosell spurt hann hvort hann myndi ganga til liðs við Barcelona ef Rosell yrði forseti félagsins. Ronaldinho játti því.

„Það átti bara eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum þegar Rosell hringdi og sagði að hann myndi vinna kosninguna og verða forseti. Ég hafði lofað að koma og spila svo það var gengið frá því snögglega,“ sagði Ronaldinho.

„Ég sagði Englendingunum að ég hefði valið Barcelona, það var hið rétta í stöðunni. Brasilíumenn hafa alltaf elskað Barcelona og við eigum ríka sögu þar. Ég sakna Barcelona mikið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×