Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2018 13:18 Frá sendiráði Rússlands í Washington DC. Vísir/AFP Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í dag að rússneskum erindrekum verður vísað úr landi vegna taugaeitursárásarinnar á Sergei Skripal í Bretlandi í byrjun mánaðarins. Þar að auki verður ræðismannsskrifstofu Rússlands í Seattle verður lokað. Bandarískir embættismenn segja að erindrekarnir 60 séu í raun njósnarar sem starfi í skjóli pólitískrar verndar. Eftir að þeim hefur verið vísað úr landi telja yfirvöld Bandaríkjanna að 40 rússneskir njósnarar verði eftir í landinu. Þá segja þeir að ógn stafi af ræðismannsskrifstofa Rússlands í Seattle vegna nándar hennar við flotastöð sjóhers Bandaríkjanna og er hún sögð vera mikilvægur hlekkur í njósnastarfsemi Rússlands í Bandaríkjunum. Af erindrekunum sem um ræðir starfa tólf þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og 48 starfa í Washington DC.Samkvæmt AP fréttaveitunni er brottvísun erindrekanna einnig skilaboð til Rússlands vegna mikils og „óásættanlegs“ fjölda njósnara þeirra í Bandaríkjunum. Erindrekarnir munu fá sjö daga til að yfirgefa Bandaríkin. Yfirvöld í Moskvu hafa tilkynnt að þeir muni bregðast við brottvísunum erindreka ríkisins og segja aðgerðirnar vera „ögrandi“. Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hefur gagnrýnt Evrópusambandið harðlega og segir forsvarsmenn þess sýna fram á afbakaða túlkun á samstöðu með Bretlandi. Sarah Huckabee Sanders, talskona Hvíta hússins, sagði að um væri að ræða viðbrögð við „notkun Rússa á hernaðar-efnavopni á breskri grundu". Þar að auki sagði hún að aðgerðirnar myndu gera Bandaríkin öruggari og koma í veg fyrir njósnaaðgerðir sem ógni öryggi þjóðarinnar. Anatloy Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, mótmælti aðgerðum Bandaríkjanna harðlega og sagði þær ólöglegar. Þá segir hann engar sannanir fyrir því að Rússar hafi komið að eitrun Sergei Skripal.Fjöldi ríkja grípa til sömu aðgerða Yfirvöld fjórtán ríkja Evrópusambandsins tilkynntu brottvísun rússneskra embættismanna á sama tíma og ákvörðun Bandaríkjanna var tilkynnt. Pólland, Þýskaland, Frakkland, Danmörk, Úkraína, Tékkland, Eistland, Holland, Finnland og Litháen hafa meðal annarra einnig tilkynnt að rússneskum erindrekum verður vísað úr landi. Sömuleiðis hefur Kanada ákveðið að vísa fjórum rússneskum erindrekum úr landi og hafna þremur umsóknum Rússa um vernd fyrir þrjá erindreka til viðbótar. Kandamenn segja mennina sjö vera njósnara og að aðgerðir þeirra séu til marks um samstöðu með Bretlandi. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði að von væri á frekari refsiaðgerðum frá sambandinu og mögulega fleiri brottvísunum. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vísaði 35 rússneskum erindrekum úr landi í desember 2016 og var það vegna afskipta Rússlands af forsetakosningunum þar í landi. Í kjölfar þess og annarra refsiaðgerða Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi var Bandaríkjunum gert að fækka starfsmönnum sínum í Rússlandi um 755. 55 erindrekum var vísað úr landi af Ronald Reagan árið 1986. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir aðgerðir dagsins vera sögulegar og þær muni auka öryggi ríkjanna. Rússar geti ekki brotið alþjóðalög eins og þeim sýnist.Today's extraordinary international response by our allies stands in history as the largest collective expulsion of Russian intelligence officers ever & will help defend our shared security. Russia cannot break international rules with impunity — Boris Johnson (@BorisJohnson) March 26, 2018 Bretar tilkynntu fyrr í mánuðinum að 23 rússneskum erindrekum yrði vísað úr landi og nú hafa fjölmörg önnur ríki gripið til sömu aðgerða. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir þau ríki. Bretland: 23 Bandaríkin: 60 Úkraína: 13 Pólland, Frakkland, Þýskaland, Kanada: 4 Tékkland, Litháen: 3 Holland, Ítalía, Danmörk, Spánn: 2 Eistland, Lettland, Króatía, Finnland, Rúmenía, Svíþjóð, Noregur: 1Engin ákvörðun tekin hér á landi Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytis Íslands, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um sambærilegar aðgerðir hér á landi. Yfirvöld Íslands muni áfram fylgjast með framvindu mála og sérstaklega hvað okkar helstu bandamenn geri. Bandaríkin Donald Trump Kanada Noregur Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í dag að rússneskum erindrekum verður vísað úr landi vegna taugaeitursárásarinnar á Sergei Skripal í Bretlandi í byrjun mánaðarins. Þar að auki verður ræðismannsskrifstofu Rússlands í Seattle verður lokað. Bandarískir embættismenn segja að erindrekarnir 60 séu í raun njósnarar sem starfi í skjóli pólitískrar verndar. Eftir að þeim hefur verið vísað úr landi telja yfirvöld Bandaríkjanna að 40 rússneskir njósnarar verði eftir í landinu. Þá segja þeir að ógn stafi af ræðismannsskrifstofa Rússlands í Seattle vegna nándar hennar við flotastöð sjóhers Bandaríkjanna og er hún sögð vera mikilvægur hlekkur í njósnastarfsemi Rússlands í Bandaríkjunum. Af erindrekunum sem um ræðir starfa tólf þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og 48 starfa í Washington DC.Samkvæmt AP fréttaveitunni er brottvísun erindrekanna einnig skilaboð til Rússlands vegna mikils og „óásættanlegs“ fjölda njósnara þeirra í Bandaríkjunum. Erindrekarnir munu fá sjö daga til að yfirgefa Bandaríkin. Yfirvöld í Moskvu hafa tilkynnt að þeir muni bregðast við brottvísunum erindreka ríkisins og segja aðgerðirnar vera „ögrandi“. Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hefur gagnrýnt Evrópusambandið harðlega og segir forsvarsmenn þess sýna fram á afbakaða túlkun á samstöðu með Bretlandi. Sarah Huckabee Sanders, talskona Hvíta hússins, sagði að um væri að ræða viðbrögð við „notkun Rússa á hernaðar-efnavopni á breskri grundu". Þar að auki sagði hún að aðgerðirnar myndu gera Bandaríkin öruggari og koma í veg fyrir njósnaaðgerðir sem ógni öryggi þjóðarinnar. Anatloy Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, mótmælti aðgerðum Bandaríkjanna harðlega og sagði þær ólöglegar. Þá segir hann engar sannanir fyrir því að Rússar hafi komið að eitrun Sergei Skripal.Fjöldi ríkja grípa til sömu aðgerða Yfirvöld fjórtán ríkja Evrópusambandsins tilkynntu brottvísun rússneskra embættismanna á sama tíma og ákvörðun Bandaríkjanna var tilkynnt. Pólland, Þýskaland, Frakkland, Danmörk, Úkraína, Tékkland, Eistland, Holland, Finnland og Litháen hafa meðal annarra einnig tilkynnt að rússneskum erindrekum verður vísað úr landi. Sömuleiðis hefur Kanada ákveðið að vísa fjórum rússneskum erindrekum úr landi og hafna þremur umsóknum Rússa um vernd fyrir þrjá erindreka til viðbótar. Kandamenn segja mennina sjö vera njósnara og að aðgerðir þeirra séu til marks um samstöðu með Bretlandi. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði að von væri á frekari refsiaðgerðum frá sambandinu og mögulega fleiri brottvísunum. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vísaði 35 rússneskum erindrekum úr landi í desember 2016 og var það vegna afskipta Rússlands af forsetakosningunum þar í landi. Í kjölfar þess og annarra refsiaðgerða Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi var Bandaríkjunum gert að fækka starfsmönnum sínum í Rússlandi um 755. 55 erindrekum var vísað úr landi af Ronald Reagan árið 1986. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir aðgerðir dagsins vera sögulegar og þær muni auka öryggi ríkjanna. Rússar geti ekki brotið alþjóðalög eins og þeim sýnist.Today's extraordinary international response by our allies stands in history as the largest collective expulsion of Russian intelligence officers ever & will help defend our shared security. Russia cannot break international rules with impunity — Boris Johnson (@BorisJohnson) March 26, 2018 Bretar tilkynntu fyrr í mánuðinum að 23 rússneskum erindrekum yrði vísað úr landi og nú hafa fjölmörg önnur ríki gripið til sömu aðgerða. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir þau ríki. Bretland: 23 Bandaríkin: 60 Úkraína: 13 Pólland, Frakkland, Þýskaland, Kanada: 4 Tékkland, Litháen: 3 Holland, Ítalía, Danmörk, Spánn: 2 Eistland, Lettland, Króatía, Finnland, Rúmenía, Svíþjóð, Noregur: 1Engin ákvörðun tekin hér á landi Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytis Íslands, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um sambærilegar aðgerðir hér á landi. Yfirvöld Íslands muni áfram fylgjast með framvindu mála og sérstaklega hvað okkar helstu bandamenn geri.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Noregur Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03