„Við missum okkur svolítið á Íslandi þegar íþróttafólkið okkar er að gera góða hluti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 08:30 Stuðningsfólk íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Íslenski kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í morgun keppni á opna Nýja Suður Wales golfmótinu í Ástralíu en hún komst í sviðsljósið eftir frábæra frammistöðu sína á síðasta móti á Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra var í toppbaráttunni allan tímann og náði þriðja sætinu á Australian Ladies Classic Bonville mótinu sem kláraðist um síðustu helgi. Valdís Þóra komst með því upp í sjötta sæti peningalistans á LET Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra fór í viðtal á heimasíðu Evrópumótarraðarinnar fyrir mótið sem hófst í morgun en þetta er fjórða mótið í röð hjá Valdísi Þóru á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári. „Auðvitað vil ég vinna mót á LET mótaröðinni og það væri líka mikill heiður fyrir mig að komast í liðið á Solheim bikarnum. Það væri virkilega gaman,“ sagði Valdís Þóra við heimasíðu LET. Solheim bikarinn er kvenkyns útgáfan af Ryder bikarnum. „Það er alltaf gaman þegar þú ert að spila vel og ég held að ég geti haldið því áfram. Ég hef lagt mikið á mig á síðustu tveimur árum og ég tel að ég sé loksins að uppskera fyrir það í mínum leik,“ sagði Valdís.Valdis Thora Jonsdottir (@DaughterOfJon) has climbed 44 spots to 6th on the OOM & is loving #WomensNSWOpen@CoffsGolfClub@ALPGtourpic.twitter.com/vGqez1ovYV — Ladies European Tour (@LETgolf) February 28, 2018 Blaðamaður LET síðunnar spurði Valdísi Þóru út í Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem hefur komið íslenska kvennagolfinu á kortið á evrópsku og bandarísku mótaröðinni á síðustu tveimur árum. Nú bætist Valdís Þóra síðan í hópinn. „Allir heima eru mjög spenntir. Við missum okkur svolítið á Íslandi þegar íþróttafólkið okkar er að gera góða hluti ekki síst í kringum landsliðin og okkur kylfingana. Ég hef fengið góðan stuðning og ég er þakklátt fyrir hann allan komandi frá svo litlu landi,“ sagði Valdís. „Ólafía og ég styðjum hvora aðra og við erum ennþá vinkomnur. Það er alltaf gaman að sjá íslenska fánann upp á stöðutöflunni,“ sagði Valdís. „Vonandi tekst okkur að fá ungar stelpur til að byrja í golfinu. Strákarnir eru líka að koma upp. Við erum að sýna það og sanna að við getum komist alla leið á stóru mótaraðirnar ef við erum tilbúin að leggja mikið á okkur,“ sagði Valdís Þóra en það má sjá allt viðtalið við hana hér. EM 2016 í Frakklandi Golf HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sjá meira
Íslenski kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í morgun keppni á opna Nýja Suður Wales golfmótinu í Ástralíu en hún komst í sviðsljósið eftir frábæra frammistöðu sína á síðasta móti á Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra var í toppbaráttunni allan tímann og náði þriðja sætinu á Australian Ladies Classic Bonville mótinu sem kláraðist um síðustu helgi. Valdís Þóra komst með því upp í sjötta sæti peningalistans á LET Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra fór í viðtal á heimasíðu Evrópumótarraðarinnar fyrir mótið sem hófst í morgun en þetta er fjórða mótið í röð hjá Valdísi Þóru á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári. „Auðvitað vil ég vinna mót á LET mótaröðinni og það væri líka mikill heiður fyrir mig að komast í liðið á Solheim bikarnum. Það væri virkilega gaman,“ sagði Valdís Þóra við heimasíðu LET. Solheim bikarinn er kvenkyns útgáfan af Ryder bikarnum. „Það er alltaf gaman þegar þú ert að spila vel og ég held að ég geti haldið því áfram. Ég hef lagt mikið á mig á síðustu tveimur árum og ég tel að ég sé loksins að uppskera fyrir það í mínum leik,“ sagði Valdís.Valdis Thora Jonsdottir (@DaughterOfJon) has climbed 44 spots to 6th on the OOM & is loving #WomensNSWOpen@CoffsGolfClub@ALPGtourpic.twitter.com/vGqez1ovYV — Ladies European Tour (@LETgolf) February 28, 2018 Blaðamaður LET síðunnar spurði Valdísi Þóru út í Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem hefur komið íslenska kvennagolfinu á kortið á evrópsku og bandarísku mótaröðinni á síðustu tveimur árum. Nú bætist Valdís Þóra síðan í hópinn. „Allir heima eru mjög spenntir. Við missum okkur svolítið á Íslandi þegar íþróttafólkið okkar er að gera góða hluti ekki síst í kringum landsliðin og okkur kylfingana. Ég hef fengið góðan stuðning og ég er þakklátt fyrir hann allan komandi frá svo litlu landi,“ sagði Valdís. „Ólafía og ég styðjum hvora aðra og við erum ennþá vinkomnur. Það er alltaf gaman að sjá íslenska fánann upp á stöðutöflunni,“ sagði Valdís. „Vonandi tekst okkur að fá ungar stelpur til að byrja í golfinu. Strákarnir eru líka að koma upp. Við erum að sýna það og sanna að við getum komist alla leið á stóru mótaraðirnar ef við erum tilbúin að leggja mikið á okkur,“ sagði Valdís Þóra en það má sjá allt viðtalið við hana hér.
EM 2016 í Frakklandi Golf HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sjá meira