Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2018 18:59 Sett hefur verið saman aðgerðaráætlun í tíu liðum sem stuðla á að auknu öryggi barna. Vísir/Hanna Úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur leiðir í ljós að mistök hafi átt sér stað þegar ekki var brugðist við tilkynningu um meintan kynferðisbrotamann árið 2008. Sett hefur verið saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla á að auknu öryggi barna. Starfsmaður skammtímaheimilis að Hraunbergi er grunaður um að hafa beitt átta börn kynferðisofbeldi frá árinu 2000 til 2010. Upp komst um málið í janúar síðastliðnum en maðurinn hafði starfað með börnum árum saman. Þá var kæra lögð fram gegn manninum í ágúst en hann ekki handtekinn fyrr en í janúar. Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. Mistökin hafi átt sér stað hjá viðtakendum símtala og barst tilkynning um meint kynferðisbrot stuðningsfulltrúans aldrei til Barnaverndar. Í niðurstöðum skýrslunnar segir þó að verkferlar hjá Barnavernd og velferðarsviði Reykjavíkurborgar, um tilkynningar og ábendingar vegna barnaverndarmála, séu í samræmi við lög. Þá kemur einnig fram að símaver þjónustuvers Reykjavíkurborgar hafi tekið við símsvörun fyrir Barnavernd við flutninga í júní 2008. Einhverjir hnökrar virðast hafa verið á símsvöruninni vegna þessara breytinga, að sögn framkvæmdastjóra Barnaverndar, en árið 2009 var ákveðið að setja símavakt á skrifstofu Barnaverndar. Velferðarsvið tekur undir niðurstöður innri endurskoðunar borgarinnar og hefur sett saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla mun að auknu öryggi barna og bæta ráðningaferli innan sviðsins og Barnaverndar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að hafa umsjón með innleiðingu þeirra verkefna sem ráðast þarf í. Á fundi velferðarráðs í dag var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að vísa til borgarráðs tillögu um aukafjárveitingu upp á 39,3 milljónir kr. vegna aðgerðaáætlunarinnar fyrir árið 2018 eða 51,5 milljónir kr. á ársgrundvelli. Í aðgerðaáætluninni eru eftirfarandi aðgerðir lagðar fram: 1. Ráðningarferli styrkt með víðtækari öflun sakavottorða 2. Rafrænn ábendingahnappur á vef borgarinnar 3. Aukið öryggi barna með eflingu næturvakta í sólarhringsúrræðum 4. Sérhæfð fræðsla til stjórnvalda 5. Skimun fyrir ofbeldi 6. Efling mannauðsþjónustu velferðarsviðs 7. Úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs 8. Kröfulýsingar fyrir sólarhringsúrræði Barnaverndar 9. Áhættugreining samkvæmt ráðgjöf frá Innri endurskoðun 10. Ráðning á sérstökum verkefnastjóra til að innleiða aðgerðaáætlun Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Símtal um barnaníðing náði ekki til yfirmanns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir verkferla í skoðun vegna máls starfsmanns sem grunaður er um barnaníð. Kannað sé hvað varð um nafnlausa ábendingu um manninn sem einstaklingur fullyrði að hafa gefið í símtali 2008. 22. febrúar 2018 06:00 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur leiðir í ljós að mistök hafi átt sér stað þegar ekki var brugðist við tilkynningu um meintan kynferðisbrotamann árið 2008. Sett hefur verið saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla á að auknu öryggi barna. Starfsmaður skammtímaheimilis að Hraunbergi er grunaður um að hafa beitt átta börn kynferðisofbeldi frá árinu 2000 til 2010. Upp komst um málið í janúar síðastliðnum en maðurinn hafði starfað með börnum árum saman. Þá var kæra lögð fram gegn manninum í ágúst en hann ekki handtekinn fyrr en í janúar. Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. Mistökin hafi átt sér stað hjá viðtakendum símtala og barst tilkynning um meint kynferðisbrot stuðningsfulltrúans aldrei til Barnaverndar. Í niðurstöðum skýrslunnar segir þó að verkferlar hjá Barnavernd og velferðarsviði Reykjavíkurborgar, um tilkynningar og ábendingar vegna barnaverndarmála, séu í samræmi við lög. Þá kemur einnig fram að símaver þjónustuvers Reykjavíkurborgar hafi tekið við símsvörun fyrir Barnavernd við flutninga í júní 2008. Einhverjir hnökrar virðast hafa verið á símsvöruninni vegna þessara breytinga, að sögn framkvæmdastjóra Barnaverndar, en árið 2009 var ákveðið að setja símavakt á skrifstofu Barnaverndar. Velferðarsvið tekur undir niðurstöður innri endurskoðunar borgarinnar og hefur sett saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla mun að auknu öryggi barna og bæta ráðningaferli innan sviðsins og Barnaverndar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að hafa umsjón með innleiðingu þeirra verkefna sem ráðast þarf í. Á fundi velferðarráðs í dag var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að vísa til borgarráðs tillögu um aukafjárveitingu upp á 39,3 milljónir kr. vegna aðgerðaáætlunarinnar fyrir árið 2018 eða 51,5 milljónir kr. á ársgrundvelli. Í aðgerðaáætluninni eru eftirfarandi aðgerðir lagðar fram: 1. Ráðningarferli styrkt með víðtækari öflun sakavottorða 2. Rafrænn ábendingahnappur á vef borgarinnar 3. Aukið öryggi barna með eflingu næturvakta í sólarhringsúrræðum 4. Sérhæfð fræðsla til stjórnvalda 5. Skimun fyrir ofbeldi 6. Efling mannauðsþjónustu velferðarsviðs 7. Úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs 8. Kröfulýsingar fyrir sólarhringsúrræði Barnaverndar 9. Áhættugreining samkvæmt ráðgjöf frá Innri endurskoðun 10. Ráðning á sérstökum verkefnastjóra til að innleiða aðgerðaáætlun
Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Símtal um barnaníðing náði ekki til yfirmanns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir verkferla í skoðun vegna máls starfsmanns sem grunaður er um barnaníð. Kannað sé hvað varð um nafnlausa ábendingu um manninn sem einstaklingur fullyrði að hafa gefið í símtali 2008. 22. febrúar 2018 06:00 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35
Símtal um barnaníðing náði ekki til yfirmanns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir verkferla í skoðun vegna máls starfsmanns sem grunaður er um barnaníð. Kannað sé hvað varð um nafnlausa ábendingu um manninn sem einstaklingur fullyrði að hafa gefið í símtali 2008. 22. febrúar 2018 06:00
Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30