Mátti neita lesbíum um brúðartertu Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 06:03 Bakarinn var ekki neyddur til að setja kökuskraut sem þetta á topp brúðartertunnar. VÍSIR/GETTY Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. Lögmenn bakarísins héldu því fram fyrir dómi að baksturinn bryti í bága við þau kristilegu gildi sem bakarinn hafði í heiðri. Þá gæti það vart talist í anda hins margrómaða tjáningarfrelsins ef bakarinn væri krafinn um að baka slíka brúðartertu og þannig neyða hann til að tjá gagnstæða trúarsannfæringu. Dómarinn sem dæmdi í málinu féllst á þessa röksemd og sagði að bakstur félli undir listræna sköpun sem mætti ekki, sökum tjáningarfrelsins, neyða fram eða hamla með nokkrum hætti. Því bryti baksturinn ekki í bága við lagaákvæði um mismunun á grundvelli trúar, kynhneigðar, litarhafts eða annarra aðgreinandi þátta. „Brúðarterta er ekki bara venjuleg kaka í tilfelli tjáningarfrelsisins. Hún er til marks um listræna sköpun þess sem hana bakar enda er hún alla jafna skrautmunur og miðpunktur athyglinnar í mörgum brúðkaupsveislum,“ segir í úrskurði dómarans David Lampe. Eigandi bakarísins er hæstánægður með úrskurðinn og þakkar fyrir að þurfa ekki að taka þátt í „hátíðahöldum sem stríða gegn boðskapi frelsara“ síns. Sambærilegt mál úr Colorado-ríki er nú rekið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna og fór aðalmeðferð þess máls fram í desember. Búast má við fordæmisgefandi úrskurði síðar á þessu ári. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. Lögmenn bakarísins héldu því fram fyrir dómi að baksturinn bryti í bága við þau kristilegu gildi sem bakarinn hafði í heiðri. Þá gæti það vart talist í anda hins margrómaða tjáningarfrelsins ef bakarinn væri krafinn um að baka slíka brúðartertu og þannig neyða hann til að tjá gagnstæða trúarsannfæringu. Dómarinn sem dæmdi í málinu féllst á þessa röksemd og sagði að bakstur félli undir listræna sköpun sem mætti ekki, sökum tjáningarfrelsins, neyða fram eða hamla með nokkrum hætti. Því bryti baksturinn ekki í bága við lagaákvæði um mismunun á grundvelli trúar, kynhneigðar, litarhafts eða annarra aðgreinandi þátta. „Brúðarterta er ekki bara venjuleg kaka í tilfelli tjáningarfrelsisins. Hún er til marks um listræna sköpun þess sem hana bakar enda er hún alla jafna skrautmunur og miðpunktur athyglinnar í mörgum brúðkaupsveislum,“ segir í úrskurði dómarans David Lampe. Eigandi bakarísins er hæstánægður með úrskurðinn og þakkar fyrir að þurfa ekki að taka þátt í „hátíðahöldum sem stríða gegn boðskapi frelsara“ síns. Sambærilegt mál úr Colorado-ríki er nú rekið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna og fór aðalmeðferð þess máls fram í desember. Búast má við fordæmisgefandi úrskurði síðar á þessu ári.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira