Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 21:18 Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. Vísir/Getty Starfshópur sem falið var að kanna mögulegan ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna til samræmis við sólarganginn hefur nú skilað heilbrigðisráðherra greinargerð með tillögu þess efnis. Í henni kemur fram að sólarupprás og sólsetur eru að meðaltali einum klukkutíma seinna hér á landi en ef miðað er við rétt tímabili. Það misræmi hafi verið lögfest árið 1968 með svokölluðum miðtíma. Var hann ákveðinn með efnahags- og viðskiptahagsmuni fyrst og fremst að leiðarljósi. Bendir starfshópurinn á að seinni ár hafi rannsóknir leitt í ljós neikvæð áhrif miðtíma á heilsufar fólks. Skýrist það af því að líkamsklukkan sem samhæfir starfsemi líkamans, þarf birtuboð til að halda réttum takti og þar ræður sólarupprásin hvað mestu. Seinki líkamsklukkunni er hætta á að svefntíminn skerðist og með því aukast líkur á ýmsum sjúkdómum, svo sem offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Einnig valdi þetta lakari framleiðni og kemur til dæmis niður á námsárangri í skólum auk þess sem sýnt hefur verið fram á samband milli seinkaðrar líkamsklukku og aukinnar depurðar/þunglyndis hjá unglingum og ungu fólki.Klukkuþreyta algeng meðal íslenskra ungmenna Í greinargerðinni kemur fram að svefntími íslenskra unglinga sé skemmri en hjá evrópskum jafnöldrum þeirra og þeir sofi einungis um sex klukkutíma á virkum dögum og að svokölluð „klukkuþreyta“ sé algeng meðal þeirra. Klukkuþreyta felst í því að háttatíma seinkar og er ekki í samræmi við fastákveðinn fótaferðartíma á virkum dögum og því skerðist svefntíminn. Að mati starfshópsins er mögulegt að of lítill svefn hafi áhrif á hátt brottfall nemenda úr framhaldsskólum hér á landi. Tillaga starfshópsins felur í sér að klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund sem myndi seinka fótaferð fólks sem því nemur. Með því móti myndi birtustundum á morgnana fjölga um 13% (vestast á landinu) í svartasta skammdeginu (nóvember – janúar) og vetrardögum þar sem bjart er orðið kl. 9.00 myndi fjölga um 64. Birtustundum síðdegis myndi við þessa breytingu fækka um 13% en skerðing þeirra yrði aðallega snemm- og síðsumars, þ.e. í apríl og ágúst. Þá mælir hópurinn gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til að slíkar breytingar hafi einnig neikvæð áhrif á heilsu fólks. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að nú hafi verið dregin helstu niðurstöður í málinu og að hún muni kynna þær ríkisstjórn. Ákvörðun um að breyta klukkunni hafi áhrif á marga þætti í samfélaginu. „Slík ákvörðun þarf að byggjast á þroskaðri umræðu. Því er mikilvægt að fólk sé reiðubúið að ræða þetta mál af skynsemi og velta fyrir sér rökum með og á móti áður en það myndar sér afstöðu, því þetta skiptir sannarlega máli“ segir heilbrigðisráðherra. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Starfshópur sem falið var að kanna mögulegan ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna til samræmis við sólarganginn hefur nú skilað heilbrigðisráðherra greinargerð með tillögu þess efnis. Í henni kemur fram að sólarupprás og sólsetur eru að meðaltali einum klukkutíma seinna hér á landi en ef miðað er við rétt tímabili. Það misræmi hafi verið lögfest árið 1968 með svokölluðum miðtíma. Var hann ákveðinn með efnahags- og viðskiptahagsmuni fyrst og fremst að leiðarljósi. Bendir starfshópurinn á að seinni ár hafi rannsóknir leitt í ljós neikvæð áhrif miðtíma á heilsufar fólks. Skýrist það af því að líkamsklukkan sem samhæfir starfsemi líkamans, þarf birtuboð til að halda réttum takti og þar ræður sólarupprásin hvað mestu. Seinki líkamsklukkunni er hætta á að svefntíminn skerðist og með því aukast líkur á ýmsum sjúkdómum, svo sem offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Einnig valdi þetta lakari framleiðni og kemur til dæmis niður á námsárangri í skólum auk þess sem sýnt hefur verið fram á samband milli seinkaðrar líkamsklukku og aukinnar depurðar/þunglyndis hjá unglingum og ungu fólki.Klukkuþreyta algeng meðal íslenskra ungmenna Í greinargerðinni kemur fram að svefntími íslenskra unglinga sé skemmri en hjá evrópskum jafnöldrum þeirra og þeir sofi einungis um sex klukkutíma á virkum dögum og að svokölluð „klukkuþreyta“ sé algeng meðal þeirra. Klukkuþreyta felst í því að háttatíma seinkar og er ekki í samræmi við fastákveðinn fótaferðartíma á virkum dögum og því skerðist svefntíminn. Að mati starfshópsins er mögulegt að of lítill svefn hafi áhrif á hátt brottfall nemenda úr framhaldsskólum hér á landi. Tillaga starfshópsins felur í sér að klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund sem myndi seinka fótaferð fólks sem því nemur. Með því móti myndi birtustundum á morgnana fjölga um 13% (vestast á landinu) í svartasta skammdeginu (nóvember – janúar) og vetrardögum þar sem bjart er orðið kl. 9.00 myndi fjölga um 64. Birtustundum síðdegis myndi við þessa breytingu fækka um 13% en skerðing þeirra yrði aðallega snemm- og síðsumars, þ.e. í apríl og ágúst. Þá mælir hópurinn gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til að slíkar breytingar hafi einnig neikvæð áhrif á heilsu fólks. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að nú hafi verið dregin helstu niðurstöður í málinu og að hún muni kynna þær ríkisstjórn. Ákvörðun um að breyta klukkunni hafi áhrif á marga þætti í samfélaginu. „Slík ákvörðun þarf að byggjast á þroskaðri umræðu. Því er mikilvægt að fólk sé reiðubúið að ræða þetta mál af skynsemi og velta fyrir sér rökum með og á móti áður en það myndar sér afstöðu, því þetta skiptir sannarlega máli“ segir heilbrigðisráðherra.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira