Lýsing Hólmfríðar á samskiptum sínum við þjálfara sinn í Noregi vakti mikla athygli enda saga hennar dæmi um hræðilegt hlutskipti leikmanns í samskiptum við þjálfara sinn. Frásögn Hólmfríðar var birtist ekki undir nafni en mbl.is fékk síðar leyfi hennar til að segja frá því að þetta væri hennar reynslusaga.
Hólmfríður sagði þar frá því hvernig hún hefði verið áreitt kynferðislega af þjálfara sínum hjá Avaldsnes en það endaði með að þjálfarinn var á endanum látinn fara. Hólmfríður segir líka frá eftirmálunum og hvernig henni líður þegar hún óttast um að hitta hann aftur.
Norska ríkisútvarpið, NRK, fjallar um málið og hafa blaðamenn NRK sóst eftir viðbrögðum frá þeim sem tengdust Avaldsnes á þessum tíma. Þar á meðal þjálfaranum sem var þó aldrei nefndur á nafn í frásögn Hólmfríðar.
Hólmfríður vildi ekki veit NRK viðtal vegna málsins en Helge Graad, formaður Avaldsnes, staðfesti við norska ríkisútvarpið að hann þekkti mál Hólmfríðar. Graad er á því að félagið hafi reynt af vinna úr því af fagmennsku sem hafi endað með að þjálfarinn var látinn fara.

Helge Graad, formaður Avaldsnes, staðfestir í samtali við norska ríkisútvarpið að hann þekki til sögu Hólmfríðar. Hann segir að þegar málið hafi komið upp hafi félagið reynt að vinna úr því fagmannlega og að niðurstaðan hafi verið að sú að þjálfarinn hafi verið látinn fara.
Arne Utvik, formaður kvennadeildar Avaldsnes, segir sömuleiðis að hann þekki til sögu Hólmfríðar. Hann segist hafa viljað að þjálfarinn yrði rekinn vegna þessa stanslausa áreitt í garð Hólmfríðar. Utvik þekkti vel til málsins og sagðist hafa séð skilaboð sem þjálfarinn sendi Hólmfríði á sínum tíma.
Þjálfarinn sendi Hólmfríði óviðeigandi myndir og myndbönd og þar voru komin mjög skýr sönnunargögn um áreiti og framkomu þjálfarans.
Aðrir leikmenn Avaldsnes frá þessum tíma hafa ekki viljað tjá sig um mál Hólmfríðar og ekki náðist í umræddan þjálfana.
Lögmaður þjálfarans sendi þó NRK smáskilaboð þar sem hann segist ekki ætla að tjá sig um kjaftasögur.