Viðreisn og Miðflokkurinn sigurvegarar að mati stjórnmálafræðings Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. maí 2018 19:15 Tuttugu og sjö flokkar buðu fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum um helgina en af þeim náðu átján flokkar inn fjörutíu og fimm kjörnum fulltrúum. Eva Marín Hlynsdóttir lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að mun fleiri hafi komið fram nú en áður. „Það eru fleiri aðilar en áður sem telja að þeirra skoðanir komist ekki að og stofna nýja flokka til að koma þeim á framfæri. Þá virðast flest framboðin sem bjóða fram utan Reykjavíkur vera að komast inn,“ segir Eva Marín. Viðreisn bauðí fyrsta skipti fram á Höfuðborgarsvæðinu og náði alls staðar inn fólki þar sem flokkurinn bauð fram eða í Reykjavík, Kópavogi þar sem flokkurinn bauð fram með Bjartri framtíð, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi þar sem flokkurinn bauð fram með Neslistanum. Miðflokkurinn bauð fram í tólf sveitarfélögum og fékk níu menn kjörna í níu sveitarfélögum. Þrjá á höfuðborgarsvæðinu og sex á landsbyggðinni. Eva Marín segir þessa tvo flokka sigurvegara sveitarstjórnarkosninganna. „Bæði Miðflokkurinn og Viðreisn eru að styrkja sig og eru að koma þarna ný inn á þetta svið með töluverðu trukki. En auðvitað getur maður líka fariðút í það að Samfylkingin er að ná betri árangri í sveitarstjórnarkosningunum núna en í landsmálunum í haust,“ segir Eva. Ný framboð í sveitarstjórnarkosningum 2018: REYKJAVÍK 11 framboð buðu fram í fyrsta skipti í Reykjavík, af þeim komu fjórir flokkar inn fimm mönnum. Viðreisn 2, Sósíalistaflokkur Íslands 1, Flokkur fólksins 1, Miðflokkurinn 1. Íslenska þjóðfylkingin, Höfuðborgarlistinn, Kvennahreyfinginn, Borgin okkar, Alþýðufylkingin, Karlalistinn, Frelsisflokkurinn KÓPAVOGUR 4 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Kópavogi af þeim kom einn flokkur inn tveimur mönnum. Viðreisn 2.Sósíalistaflokkur Íslands, Fyrir Kópavog, Miðflokkurinn HAFNARFJÖRÐUR 3 framboð buðu fram í fyrsta skipti og þeir komu inn einum manni hver. Viðreisn 1, Bæjarlistinn 1, Miðflokkurinn 1. AKUREYRI 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað inn manni. Miðflokkurinn 1.Píratar REYKJANESBÆR 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað þeirra inn manni. Miðflokkurinn 1.Vinstri græn GARÐABÆR 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Garðabæ og náði annað þeirra inn þremur mönnum. Garðabæjarlistinn 3.Miðflokkurinn MOSFELLSBÆR 3 framboð buðu í fyrsta skipti fram og þau komu öll inn manni. Viðreisn 1, Vinir Mosfellsbæjar 1, Miðflokkurinn 1. ÁRBORG 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram og komu bæði inn manni. Áfram Árborg 1, Miðflokkurinn 1. AKRANES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. Miðflokkurinn. FJARÐABYGGÐ 1 flokkur í fyrsta skipti og fékk 1 mann. Miðflokkurinn 1. SELTJARNARNES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. En eitt framboð Viðreisn/Neslistinn og fékk 1 mann Viðreisn/Neslistinn 1.Fyrir Seltjarnarnes VESTMANNEYJAR 1 flokkur bauð fram í fyrsta skipti og fékk þrjá menn kjörna. Fyrir Heimaey 3. SKAGAFJÖRÐUR 1 flokkur bauð í fyrsta skipti fram og fékk tvo menn kjörna. Byggðalistinn 2. ÍSAFJARÐARBÆR Ekkert nýtt framboð. BORGARBYGGÐ Ekkert nýtt framboð FLJÓTSDALSHÉRAÐ 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1. SANDGERÐI OG GARÐUR 2 framboð í fyrsta skipti og bæði náðu inn fólki. Listi fólksins 2, Jákvætt samfélag 3. GRINDAVÍKURBÆR 2 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1, Rödd unga fólksins 1. NORÐURÞING 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Listi samfélagsins 1. HVERAGERÐI 1 framboð í fyrsta skipti og tveir kjörnir. Okkar Hveragerði 2. FJALLABYGGÐ 2 framboð í fyrsta skipti fengu tvo kjörna hver. Fyrir heildina 2, Betri Fjallabyggð 2. HORNAFJÖRÐUR Ekkert nýtt framboð ÖLFUS 1 framboð í fyrsta skipti fékk þrjá kjörna. Framfarasinnar & félagshyggjufólk 3. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Tuttugu og sjö flokkar buðu fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum um helgina en af þeim náðu átján flokkar inn fjörutíu og fimm kjörnum fulltrúum. Eva Marín Hlynsdóttir lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að mun fleiri hafi komið fram nú en áður. „Það eru fleiri aðilar en áður sem telja að þeirra skoðanir komist ekki að og stofna nýja flokka til að koma þeim á framfæri. Þá virðast flest framboðin sem bjóða fram utan Reykjavíkur vera að komast inn,“ segir Eva Marín. Viðreisn bauðí fyrsta skipti fram á Höfuðborgarsvæðinu og náði alls staðar inn fólki þar sem flokkurinn bauð fram eða í Reykjavík, Kópavogi þar sem flokkurinn bauð fram með Bjartri framtíð, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi þar sem flokkurinn bauð fram með Neslistanum. Miðflokkurinn bauð fram í tólf sveitarfélögum og fékk níu menn kjörna í níu sveitarfélögum. Þrjá á höfuðborgarsvæðinu og sex á landsbyggðinni. Eva Marín segir þessa tvo flokka sigurvegara sveitarstjórnarkosninganna. „Bæði Miðflokkurinn og Viðreisn eru að styrkja sig og eru að koma þarna ný inn á þetta svið með töluverðu trukki. En auðvitað getur maður líka fariðút í það að Samfylkingin er að ná betri árangri í sveitarstjórnarkosningunum núna en í landsmálunum í haust,“ segir Eva. Ný framboð í sveitarstjórnarkosningum 2018: REYKJAVÍK 11 framboð buðu fram í fyrsta skipti í Reykjavík, af þeim komu fjórir flokkar inn fimm mönnum. Viðreisn 2, Sósíalistaflokkur Íslands 1, Flokkur fólksins 1, Miðflokkurinn 1. Íslenska þjóðfylkingin, Höfuðborgarlistinn, Kvennahreyfinginn, Borgin okkar, Alþýðufylkingin, Karlalistinn, Frelsisflokkurinn KÓPAVOGUR 4 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Kópavogi af þeim kom einn flokkur inn tveimur mönnum. Viðreisn 2.Sósíalistaflokkur Íslands, Fyrir Kópavog, Miðflokkurinn HAFNARFJÖRÐUR 3 framboð buðu fram í fyrsta skipti og þeir komu inn einum manni hver. Viðreisn 1, Bæjarlistinn 1, Miðflokkurinn 1. AKUREYRI 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað inn manni. Miðflokkurinn 1.Píratar REYKJANESBÆR 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað þeirra inn manni. Miðflokkurinn 1.Vinstri græn GARÐABÆR 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Garðabæ og náði annað þeirra inn þremur mönnum. Garðabæjarlistinn 3.Miðflokkurinn MOSFELLSBÆR 3 framboð buðu í fyrsta skipti fram og þau komu öll inn manni. Viðreisn 1, Vinir Mosfellsbæjar 1, Miðflokkurinn 1. ÁRBORG 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram og komu bæði inn manni. Áfram Árborg 1, Miðflokkurinn 1. AKRANES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. Miðflokkurinn. FJARÐABYGGÐ 1 flokkur í fyrsta skipti og fékk 1 mann. Miðflokkurinn 1. SELTJARNARNES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. En eitt framboð Viðreisn/Neslistinn og fékk 1 mann Viðreisn/Neslistinn 1.Fyrir Seltjarnarnes VESTMANNEYJAR 1 flokkur bauð fram í fyrsta skipti og fékk þrjá menn kjörna. Fyrir Heimaey 3. SKAGAFJÖRÐUR 1 flokkur bauð í fyrsta skipti fram og fékk tvo menn kjörna. Byggðalistinn 2. ÍSAFJARÐARBÆR Ekkert nýtt framboð. BORGARBYGGÐ Ekkert nýtt framboð FLJÓTSDALSHÉRAÐ 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1. SANDGERÐI OG GARÐUR 2 framboð í fyrsta skipti og bæði náðu inn fólki. Listi fólksins 2, Jákvætt samfélag 3. GRINDAVÍKURBÆR 2 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1, Rödd unga fólksins 1. NORÐURÞING 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Listi samfélagsins 1. HVERAGERÐI 1 framboð í fyrsta skipti og tveir kjörnir. Okkar Hveragerði 2. FJALLABYGGÐ 2 framboð í fyrsta skipti fengu tvo kjörna hver. Fyrir heildina 2, Betri Fjallabyggð 2. HORNAFJÖRÐUR Ekkert nýtt framboð ÖLFUS 1 framboð í fyrsta skipti fékk þrjá kjörna. Framfarasinnar & félagshyggjufólk 3.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira