Fótbolti

Sektaðir fyrir skort á fagmennsku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Linpeng spilar í treyju númer 5 en þurfti að fara í treyju númer 15 í nokkrar mínútur. Þá kom teipið í góðar þarfir en það hafði sínar afleiðingar.
Linpeng spilar í treyju númer 5 en þurfti að fara í treyju númer 15 í nokkrar mínútur. Þá kom teipið í góðar þarfir en það hafði sínar afleiðingar. vísir/afp
Kínversku ofurfélögin taka það alvarlega að hafa fagmennskuna í lagi. Forráðamenn meistara Guangzhou Evergrande höfðu því engan húmor fyrir því er starfsmenn félagsins fóru að vinna með gamla, góða teipið.

Einn leikmaður liðsins, Zhang Linpeng, fékk blóðnasir í leik og þurfti því að fara í nýja treyju. Treyja með númeri leikmannsins var ekki til taks þá og þegar. Var því brugðið á það ráð gamla og góða ráð að teipa yfir annan tölustafinn.

Leikmaðurinn fékk svo treyju með réttu númeri á bakinu en það var of seint. Skaðinn var skeður.

Forráðamenn Evergrande brjáluðust yfir þessum vinnubrögðum sem þeir sögðu að hefði skaðað ímynd félagsins. Var því lesið yfir starfsmönnum liðsins og þeir sektaðir fyrir þessi vinnubrögð.

Evergrande hefur unnið kínversku deildina sjö ár í röð og liðið er þjálfað af Ítalanum Fabio Cannavaro.

Zhang Linpeng var eitt sinn orðaður við Chelsea en aldrei varð af því að han færi þangað.vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×