Innlent

Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar.
Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Vísir/Einar Árnason
Fimmtán slökkviliðsmenn eru enn að störfum við að ráða niðurlögum eldsins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði. Enn logar í glæðum á jarðhæð hússins þar sem vélaverkstæði var áður.

„Við verðum þarna í allan dag,“ segir Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum í dag.

Eyþór vill ítreka þau fyrirmæli viðbragðsaðila að almenningur haldi sig frá vettvangi af öryggisástæðum.

Svæðið í kringum vettvang eldsvoðans hefur verið girt af en lokanir munu standa yfir þangað til slökkviliðið hefur ráðið niðurlögum eldsins en það gæti jafnvel orðið síðdegis. Ekki er hægt að slá því föstu hvenær svæðið verður opið fyrir umferð að nýju.

Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. 



Útlit er fyrir að slökkviliðsmenn verði að fram eftir degi segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum klukkan sjö í morgun. Hvassviðri torveldaði slökkviliðsmönnum verkið og þá sprungu einnig gaskútar.

Slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús en vinnuvél og bíll skemmdust í brunanum.

Útlit er fyrir að slökkvistarf standi yfir fram eftir degi.Vísir/Einar Árnason
Útlit er fyrir að slökkvistarf standi yfir fram eftir degi.

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsvoðans í Glugga-og hurðasmiðju SB á ellefta tímnum í gærkvöld.

Slökkviliðið fékk vinnuvél með krabba á vettvang til aðstoðar við að rífa efri hæðina til að auðvelda slökkvistarf að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Óljóst er um eldsupptök en rannsóknardeild og tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsaka vettvang.

Fréttin var uppfærð með nýjustu upplýsingum klukkan 11:45.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×