Innlent

Búnir að dæla olíu úr skipinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Fjordvik í Helguvík.
Fjordvik í Helguvík. Vísir/EinarÁ
Dælingu á olíu úr sementsskipinu Fjordvik, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um liðna helgi, er lokið. Þetta segir forsvarsmaður hollenska björgunarfélagsins SMT Shipping í svari við fyrirspurn fréttastofu. 

Sérfræðingar fyrirtækisins munu í dag halda áfram útreikningum og undirbúningi vegna áætlunar fyrirtækisins um að koma skipinu aftur á flot. 

Veðurskilyrði í gær voru hagstæð sem gerði það að verkum að starfsmönnum fyrirtækisins tókst að komu öllum nauðsynlegum búnaði um borð í Fjordvik, þar á meðal dælum og slöngum.

Munu sérfræðingarnir reyna að dæla sjó úr skipinu í dag. 


Tengdar fréttir

Sjór blandast við sement

Sær hefur blandast hluta þess sements sem var um borð í skipinu Fjordvik sem strandaði við hafnargarð Helguvíkurhafnar á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×