Hækkuð þjónustugjöld banka bitni verst á gamla fólkinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2018 14:15 Í verðkönnuninni kemur fram að Arion banki hefur hækkað gjöld sín hvað mest af íslensku bönkunum Vísir/Eyþór Í Bítinu í morgun voru hækkuð þjónustugjöld bankanna rædd auk nýrra gjalda sem hafa verið sett á alls kyns þjónustu bankanna. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, ræddi könnun sem ASÍ gerði á gjöldunum. Verðskrár bankanna haustið 2018 voru bornar saman við verðskrár haustið 2015. Á þessum þremur árum hafa gjöldin hækkað um frá tuttugu prósentum í mörg hundruð prósent. Það er sérstaklega verið að búa til gjöld og hækka verð á þjónustu sem viðskiptavinir eru að sækja í útibúin, “ segir Auður Alfa en tekur fram að fólk geti lækkað kostnaðinn með því að nýta sér tæknina og stunda viðskiptin í gegnum tölvuna. Þó séu ekki allir sem nýti sér þá tækni. „Þetta er skattur á þá sem eru ekki eins færir hvað tækni varðar, eins og gamalt fólk, sem nýta sér útibúin í miklum mæli.“ Einnig bendir Auður Alfa á að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað það sé að borga mikið. „Gjöldin eru dregin sjálfkrafa af reikningum þínum og þú færð ekki yfirlit yfir hvað þetta er mikið, samantekið. Þannig verður þetta svo falinn kostnaður.“ Auður Alfa sá sjálf um verðsamanburðinn og segir það hafa verið flókið verk enda afar erfitt að finna upplýsingar um gjöldin, verðskrár séu ógagnsæjar og að gjöldin heiti misjöfnum nöfnum eftir bönkum. „Ég þurfti að enda á því að hringja í bankana til að fá aðstoð en þjónustufulltrúar bankanna gátu ekki svarað mér, gátu ekki sjálfir lesið í verðskrár bankanna þar sem þeir eru að vinna sem segir ansi mikið um flækjustigið í þessum verðskrám,” segir Auður Alfa. Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira
Í Bítinu í morgun voru hækkuð þjónustugjöld bankanna rædd auk nýrra gjalda sem hafa verið sett á alls kyns þjónustu bankanna. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, ræddi könnun sem ASÍ gerði á gjöldunum. Verðskrár bankanna haustið 2018 voru bornar saman við verðskrár haustið 2015. Á þessum þremur árum hafa gjöldin hækkað um frá tuttugu prósentum í mörg hundruð prósent. Það er sérstaklega verið að búa til gjöld og hækka verð á þjónustu sem viðskiptavinir eru að sækja í útibúin, “ segir Auður Alfa en tekur fram að fólk geti lækkað kostnaðinn með því að nýta sér tæknina og stunda viðskiptin í gegnum tölvuna. Þó séu ekki allir sem nýti sér þá tækni. „Þetta er skattur á þá sem eru ekki eins færir hvað tækni varðar, eins og gamalt fólk, sem nýta sér útibúin í miklum mæli.“ Einnig bendir Auður Alfa á að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað það sé að borga mikið. „Gjöldin eru dregin sjálfkrafa af reikningum þínum og þú færð ekki yfirlit yfir hvað þetta er mikið, samantekið. Þannig verður þetta svo falinn kostnaður.“ Auður Alfa sá sjálf um verðsamanburðinn og segir það hafa verið flókið verk enda afar erfitt að finna upplýsingar um gjöldin, verðskrár séu ógagnsæjar og að gjöldin heiti misjöfnum nöfnum eftir bönkum. „Ég þurfti að enda á því að hringja í bankana til að fá aðstoð en þjónustufulltrúar bankanna gátu ekki svarað mér, gátu ekki sjálfir lesið í verðskrár bankanna þar sem þeir eru að vinna sem segir ansi mikið um flækjustigið í þessum verðskrám,” segir Auður Alfa.
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira