Huliðshjúpi slegið yfir sýndarveruleikasafn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. mars 2018 07:00 Sýndarveruleikasýning verður í gamla bænum á Sauðárkróki. Vísir/Pjetur „Við teljum að þessi sýning muni klárlega fúnkera sem segull fyrir Sauðárkrók og Skagafjörð,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar. Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt drög að samningi við Sýndarveruleika ehf. um uppsetningu á sýningu í húsnæði bæjarins á Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Stefán segir um að ræða utanaðkomandi fjárfesta, að mestu einstaklinga, sem ætli að setja upp sýningu byggða á Sturlungaslóðum í Skagafirði og Örlygsstaðabardaga. „Það er verið að reyna að færa gesti nær atburðunum þannig að þeir upplifi þetta með öðrum hætti en þeir eru að gera í dag. Þetta er mjög metnaðarfullt og mjög spennandi verkefni. Þetta verður útskýrt betur á næstu dögum en þetta verður einstök sýning,“ segir Stefán. Vonast sé til að opnað verði seint næsta haust. Bjarni Jónsson, fulltrúi VG og óháðra, sagðist á fundi byggðaráðs á fimmtudag ekki geta stutt málið að svo stöddu vegna trúnaðar sem lagður sé á efnisatriði samninganna og fjárhagsskuldbindingar sveitarfélagsins vegna verkefnisins. „Þegar um er að ræða mjög stór mál með verulegum fjárhagslegum skuldbindingum og jafnvel til lengri tíma þá er mikilvægt fyrir sveitarstjórnarfulltrúa að geta farið yfir þau með sínu samstarfsfólki,“ segir Bjarni sem kveðst sjálfur hafa aðgang að ýmsum upplýsingum sem bundnar séu trúnaði. Hann vilji þó að teknar verði saman frekari upplýsingar um heildarskuldbindingar sveitarfélagsins og áhrif verkefnisins. Stefán segir framlag Skagafjarðar fyrst og fremst felast í að leggja fram húsnæðið á Aðalgötu 21 sem sveitarfélagið eignaðist í makaskiptum við Kaupfélag Skagafjarðar og lét í staðinn svokallað Minjahús þar skammt frá. Stefán bendir á að um sé að ræða samninga viðskiptalegs eðlis. Um þá eigi að gilda trúnaður eins og alla aðra slíka samninga sem sveitarfélagið hafi gert. „Það er búið að kynna þetta fyrir öllum í byggðaráði þannig að menn vita alveg um hvað þetta snýst,“ undirstrikar hann. Varðandi skuldbindingar sveitarfélagsins sjálfs segir Stefán það ekki leyndarmál að það leggi safninu til húsnæði. „Sveitarfélagið mun standsetja húsnæðið,“ segir hann. Þess ber að geta að byggðaráðið samþykkti á fimmtudag 120 milljóna króna aukaframlag í eignasjóð og Stefán játar að áætla megi heildarframlag sveitarfélagsins í peningum. „En ég er ekki með þá tölu í kollinum,“ segir byggðarráðsformaðurinn. Stefán kveðst þurfa að skoða nánar með lögfræðingum hvað megi upplýsa um málið. „Við leggjum það á borðið sem við getum og megum. En þetta er risadæmi. Fjárfestarnir eru að koma með gríðarlegt magn af fjármagni og sveitarfélagið leggur til húsnæðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Við teljum að þessi sýning muni klárlega fúnkera sem segull fyrir Sauðárkrók og Skagafjörð,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar. Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt drög að samningi við Sýndarveruleika ehf. um uppsetningu á sýningu í húsnæði bæjarins á Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Stefán segir um að ræða utanaðkomandi fjárfesta, að mestu einstaklinga, sem ætli að setja upp sýningu byggða á Sturlungaslóðum í Skagafirði og Örlygsstaðabardaga. „Það er verið að reyna að færa gesti nær atburðunum þannig að þeir upplifi þetta með öðrum hætti en þeir eru að gera í dag. Þetta er mjög metnaðarfullt og mjög spennandi verkefni. Þetta verður útskýrt betur á næstu dögum en þetta verður einstök sýning,“ segir Stefán. Vonast sé til að opnað verði seint næsta haust. Bjarni Jónsson, fulltrúi VG og óháðra, sagðist á fundi byggðaráðs á fimmtudag ekki geta stutt málið að svo stöddu vegna trúnaðar sem lagður sé á efnisatriði samninganna og fjárhagsskuldbindingar sveitarfélagsins vegna verkefnisins. „Þegar um er að ræða mjög stór mál með verulegum fjárhagslegum skuldbindingum og jafnvel til lengri tíma þá er mikilvægt fyrir sveitarstjórnarfulltrúa að geta farið yfir þau með sínu samstarfsfólki,“ segir Bjarni sem kveðst sjálfur hafa aðgang að ýmsum upplýsingum sem bundnar séu trúnaði. Hann vilji þó að teknar verði saman frekari upplýsingar um heildarskuldbindingar sveitarfélagsins og áhrif verkefnisins. Stefán segir framlag Skagafjarðar fyrst og fremst felast í að leggja fram húsnæðið á Aðalgötu 21 sem sveitarfélagið eignaðist í makaskiptum við Kaupfélag Skagafjarðar og lét í staðinn svokallað Minjahús þar skammt frá. Stefán bendir á að um sé að ræða samninga viðskiptalegs eðlis. Um þá eigi að gilda trúnaður eins og alla aðra slíka samninga sem sveitarfélagið hafi gert. „Það er búið að kynna þetta fyrir öllum í byggðaráði þannig að menn vita alveg um hvað þetta snýst,“ undirstrikar hann. Varðandi skuldbindingar sveitarfélagsins sjálfs segir Stefán það ekki leyndarmál að það leggi safninu til húsnæði. „Sveitarfélagið mun standsetja húsnæðið,“ segir hann. Þess ber að geta að byggðaráðið samþykkti á fimmtudag 120 milljóna króna aukaframlag í eignasjóð og Stefán játar að áætla megi heildarframlag sveitarfélagsins í peningum. „En ég er ekki með þá tölu í kollinum,“ segir byggðarráðsformaðurinn. Stefán kveðst þurfa að skoða nánar með lögfræðingum hvað megi upplýsa um málið. „Við leggjum það á borðið sem við getum og megum. En þetta er risadæmi. Fjárfestarnir eru að koma með gríðarlegt magn af fjármagni og sveitarfélagið leggur til húsnæðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira