Stafrænar heilbrigðislausnir gætu sparað umtalsverða fjármuni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 10:30 Notkun stafrænnar heilbrigðisþjónustu til að fyrirbyggja lífstílstengda sjúkdóma gæti sparað hundruð þúsunda á hvern einstakling í heilbrigðiskerfinu. Kjöraðstæður eru hér á landi til að þróa þennan möguleika en að svo stöddu reynist auðveldara að bjóða þjónustuna erlendis að sögn framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækis. Um það bil þriðji hver Íslendingur glímir við sykursýki á einhverju stigi en Tryggvi Þorgeirsson, læknir, lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins SideKick Health, segir að með stafrænum lausnum sé með auðveldum hætti hægt að lækka hlutfallið. „Hvort sem það tengist sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, streitu og svo framvegis og þetta hefur áhrif mjög víða. Hjá fyrirtækjum hefur þetta áhrif á fjarvistir og framleiðni og það hefur verið metið að allt að þrjátíu dagar tapist hjá hverjum starfsmanni á ári í framleiðni, veikindum og slíku útaf lífstílstengdum þáttum. Þannig að við höfum verið að vinna með fyrirtækjum í að tækla þetta með tækninni,“ segir Tryggvi. Stafrænar lausnir geti jafnvel dregið úr lyfjanotkun. „Ég upplifði það um leið og ég útskrifaðist sem læknir og fór að vinna þannig að ég var alltaf að skrifa út lyf við einhverju sem hafði mjög sterka lífstílstengingu. Hvort sem það var lyf til að lækka blóðþrýsting eða blóðfitur eða annað. En lyfin þau virka náttúrlega vel en þau gera ekkert annað en að slá á einkennin, þau taka ekkert á rótum vandans. Þannig ég upplifði þetta þannig að ég væri alltaf að slökkva elda sem hefði mátt fyrirbyggja," útskýrir Tryggvi. Hann segir að hér á landi megi gera betur þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisþjónustu. „Það hefur verið miklu auðveldara fyrir okkur að koma vörunni á markað erlendis heldur en á heimamarkaði bara af því að þennan ramma vantar,“ segir Tryggvi. „Það er mikill áhugi hjá heilbrigðiskerfinu, til dæmis heilsugæslu og Landspítala, fyrir að nýta svona lausnir en það er bara miklu auðveldara að fá greiðsluþátttöku og allur ramminn miðar að því að kaupa fleiri lyf. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fleiri fréttir Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Sjá meira
Notkun stafrænnar heilbrigðisþjónustu til að fyrirbyggja lífstílstengda sjúkdóma gæti sparað hundruð þúsunda á hvern einstakling í heilbrigðiskerfinu. Kjöraðstæður eru hér á landi til að þróa þennan möguleika en að svo stöddu reynist auðveldara að bjóða þjónustuna erlendis að sögn framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækis. Um það bil þriðji hver Íslendingur glímir við sykursýki á einhverju stigi en Tryggvi Þorgeirsson, læknir, lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins SideKick Health, segir að með stafrænum lausnum sé með auðveldum hætti hægt að lækka hlutfallið. „Hvort sem það tengist sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, streitu og svo framvegis og þetta hefur áhrif mjög víða. Hjá fyrirtækjum hefur þetta áhrif á fjarvistir og framleiðni og það hefur verið metið að allt að þrjátíu dagar tapist hjá hverjum starfsmanni á ári í framleiðni, veikindum og slíku útaf lífstílstengdum þáttum. Þannig að við höfum verið að vinna með fyrirtækjum í að tækla þetta með tækninni,“ segir Tryggvi. Stafrænar lausnir geti jafnvel dregið úr lyfjanotkun. „Ég upplifði það um leið og ég útskrifaðist sem læknir og fór að vinna þannig að ég var alltaf að skrifa út lyf við einhverju sem hafði mjög sterka lífstílstengingu. Hvort sem það var lyf til að lækka blóðþrýsting eða blóðfitur eða annað. En lyfin þau virka náttúrlega vel en þau gera ekkert annað en að slá á einkennin, þau taka ekkert á rótum vandans. Þannig ég upplifði þetta þannig að ég væri alltaf að slökkva elda sem hefði mátt fyrirbyggja," útskýrir Tryggvi. Hann segir að hér á landi megi gera betur þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisþjónustu. „Það hefur verið miklu auðveldara fyrir okkur að koma vörunni á markað erlendis heldur en á heimamarkaði bara af því að þennan ramma vantar,“ segir Tryggvi. „Það er mikill áhugi hjá heilbrigðiskerfinu, til dæmis heilsugæslu og Landspítala, fyrir að nýta svona lausnir en það er bara miklu auðveldara að fá greiðsluþátttöku og allur ramminn miðar að því að kaupa fleiri lyf.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fleiri fréttir Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Sjá meira