Litarmengunin var frá Málningu hf. á Dalvegi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. nóvember 2018 08:00 Farmur gekk til í flutningabíll á lóð Málningar hf. á Dalvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Heilbrigðisfulltrúi fann upptök mengunar í Kópavogslæk 19. október. Málning fór í niðurfall á lóð Málningar hf. Ámælisvert segir heilbrigðiseftirlitið. Mannleg mistök sem ekki gerast aftur, segir yfirmaður hjá fyrirtækinu og biðst afsökunar. „Mengunartilvik í Kópavogslæk hafa verið alltof tíð og hafa stundum leitt til fiskidauða en ávallt truflað eða raskað fuglalífi og verið fólki til mikils ama,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis til Málningar hf. vegna málningar sem hellt var í niðurfall á lóð fyrirtækisins. Fram kemur í bréfinu að 19. október síðastliðinn hafi heilbrigðiseftirlitinu borist athugasemd frá fólki sem átti leið um Kópavogsdal. Lækurinn frá brúnni á Digranesi og niður eftir hafi verið hvítur og greinilegt að mengandi efni hefði borist í hann. Heilbrigðisfulltrúi hafi farið strax á vettvang og staðfest að kvörtunin væri á rökum reist. „Greinilegt var að í lækinn barst hvítt málningarmettað vatn úr drenvatnslögn fyrir ofan brúna á Digranesvegi, nálægt innkeyrslu,“ segir í bréfinu til Málningar sem skrifað er af heilbrigðisfulltrúanum. Hann hafi talið líklegt að um væri að ræða vatnsmálningu sem losuð hefði verið í drenkerfi bæjarins. „Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem mengandi efni hafa komið úr þessu röri,“ segir í bréfinu. Vitað hafi verið að drenlögnin þjóni ekki síst atvinnusvæðinu í kringum Dalveg og upptakanna hafi verið leitað þar. „Sú leit skilaði loks árangri þegar komið var inn á lóð Málningar hf. að Dalvegi 18. Þar mátti sjá merki þess, í kring um niðurfall á lóð, að þrif hafi átt sér stað. Farið var í fyrirtækið og rætt við starfsmenn sem gengust greiðlega við því að einn starfsmaður hafi verið að þrífa málningu eftir óhapp við flutning,“ segir í bréfinu. Heilbrigðiseftirlitiðsegir málið alvarlegt. Kópavogslækur renni um viðkvæmt og vinsælt útivistarsvæði áður en hann opnist út á Kópavogsleirur sem njóti hverfisverndar. „Eftirlitið telur það verklag sem viðhaft var hjá Málningu hf. þann 19. október síðastliðinn ámælisvert,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlitsins. Þetta voru mannleg mistök,“ segir Gísli Guðmundsson, efnaverkfræðingur hjá Málningu. Óhapp hafi orðið þannig að bíll hafi þurft að snögghemla og tuttugu lítrar af málningu farið niður. Aðeins einum til tveimur lítrum sem hafi orðið eftir við þrif á bílnum hafi verið skolað í niðurfallið í stað þess að fara með bílinn á þar til gert svæði. Gísli bendir á að málningin hafi verið vatnsþynnanleg. „Það varð því enginn skaði af þessu þótt þarna hafi orðið veruleg sjónmengun um tíma,“ segir hann og undirstrikar að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem slíkt gerist hjá Málningu. „Okkur finnst þetta mjög, mjög leiðinlegt og munum biðjast afsökunar. Þetta mun ekki gerast aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Heilbrigðisfulltrúi fann upptök mengunar í Kópavogslæk 19. október. Málning fór í niðurfall á lóð Málningar hf. Ámælisvert segir heilbrigðiseftirlitið. Mannleg mistök sem ekki gerast aftur, segir yfirmaður hjá fyrirtækinu og biðst afsökunar. „Mengunartilvik í Kópavogslæk hafa verið alltof tíð og hafa stundum leitt til fiskidauða en ávallt truflað eða raskað fuglalífi og verið fólki til mikils ama,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis til Málningar hf. vegna málningar sem hellt var í niðurfall á lóð fyrirtækisins. Fram kemur í bréfinu að 19. október síðastliðinn hafi heilbrigðiseftirlitinu borist athugasemd frá fólki sem átti leið um Kópavogsdal. Lækurinn frá brúnni á Digranesi og niður eftir hafi verið hvítur og greinilegt að mengandi efni hefði borist í hann. Heilbrigðisfulltrúi hafi farið strax á vettvang og staðfest að kvörtunin væri á rökum reist. „Greinilegt var að í lækinn barst hvítt málningarmettað vatn úr drenvatnslögn fyrir ofan brúna á Digranesvegi, nálægt innkeyrslu,“ segir í bréfinu til Málningar sem skrifað er af heilbrigðisfulltrúanum. Hann hafi talið líklegt að um væri að ræða vatnsmálningu sem losuð hefði verið í drenkerfi bæjarins. „Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem mengandi efni hafa komið úr þessu röri,“ segir í bréfinu. Vitað hafi verið að drenlögnin þjóni ekki síst atvinnusvæðinu í kringum Dalveg og upptakanna hafi verið leitað þar. „Sú leit skilaði loks árangri þegar komið var inn á lóð Málningar hf. að Dalvegi 18. Þar mátti sjá merki þess, í kring um niðurfall á lóð, að þrif hafi átt sér stað. Farið var í fyrirtækið og rætt við starfsmenn sem gengust greiðlega við því að einn starfsmaður hafi verið að þrífa málningu eftir óhapp við flutning,“ segir í bréfinu. Heilbrigðiseftirlitiðsegir málið alvarlegt. Kópavogslækur renni um viðkvæmt og vinsælt útivistarsvæði áður en hann opnist út á Kópavogsleirur sem njóti hverfisverndar. „Eftirlitið telur það verklag sem viðhaft var hjá Málningu hf. þann 19. október síðastliðinn ámælisvert,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlitsins. Þetta voru mannleg mistök,“ segir Gísli Guðmundsson, efnaverkfræðingur hjá Málningu. Óhapp hafi orðið þannig að bíll hafi þurft að snögghemla og tuttugu lítrar af málningu farið niður. Aðeins einum til tveimur lítrum sem hafi orðið eftir við þrif á bílnum hafi verið skolað í niðurfallið í stað þess að fara með bílinn á þar til gert svæði. Gísli bendir á að málningin hafi verið vatnsþynnanleg. „Það varð því enginn skaði af þessu þótt þarna hafi orðið veruleg sjónmengun um tíma,“ segir hann og undirstrikar að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem slíkt gerist hjá Málningu. „Okkur finnst þetta mjög, mjög leiðinlegt og munum biðjast afsökunar. Þetta mun ekki gerast aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira