Fjölskylda týndu prinsessunnar áréttar að hún sé "heil á húfi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2018 23:30 Talið er að prinsessan hafi reynt að flýja Dubai til þess að öðlast meira frjálsræði erlendis Vísir Prinsessan Sheikha Latifa, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, er heil á húfi í faðmi fjölskyldu sinnar í Dúbaí, að því er segir í nýrri tilkynningu frá fjölskyldunni. Engar sannanir þess efnis hafa þó verið birtar en prinsessan reyndi að flýja frá fjölskyldu sinni fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Í nýrri heimildarmynd breska ríkisútvarpsins BBC er sagt frá flóttatilraun Latifu, sem hún skipulagði á heilum sjö árum. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún varð uppvís að flóttanum í mars á þessu ári. Talið er að prinsessan hafi verið handsömuð er hún reyndi að flýja en vitni segja að yfirvöld í Dúbaí hafi sótt hana um borð í snekkju undan ströndum Indlands. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Latifu, sem faðir hennar forsætisráðherrann skrifar undir og send var út í vikunni, segir að prinsessan sé í öruggum höndum fjölskyldunnar í Dúbaí. Enn hefur þó ekki fengist staðfest með öðrum hætti að hún sé í raun heil á húfi. „(Latifa) og fjölskylda hennar hlakka til að fagna afmæli hennar í dag, í frið og ró, og byggja upp örugga og ánægjulega framtíð handa henni,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni en prinsessan varð 33 ára gömul í gær. Ljóst er að Latifa óttaðist hræðileg örlög, yrði hún handsömuð við flóttann. Í myndbandi sem sýnt er í heimildarmyndinni ræðir Latifa það sem hún ætti í vændum ef allt færi á versta veg. „Ef þú ert að horfa á þetta myndband þá er það ekki gott. Það þýðir að ég er annað hvort dáin eða í mjög, mjög slæmum aðstæðum,“ sagði Latifa. Myndbandið átti einungis að birta ef hún yrði handsömuð. Indland Mið-Austurlönd Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42 Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Ný heimildarmynd varpar ljósi á flóttatilraun prinsessunnar sem ekkert hefur spurst til síðan í mars á þessu ári. 4. desember 2018 23:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Prinsessan Sheikha Latifa, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, er heil á húfi í faðmi fjölskyldu sinnar í Dúbaí, að því er segir í nýrri tilkynningu frá fjölskyldunni. Engar sannanir þess efnis hafa þó verið birtar en prinsessan reyndi að flýja frá fjölskyldu sinni fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Í nýrri heimildarmynd breska ríkisútvarpsins BBC er sagt frá flóttatilraun Latifu, sem hún skipulagði á heilum sjö árum. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún varð uppvís að flóttanum í mars á þessu ári. Talið er að prinsessan hafi verið handsömuð er hún reyndi að flýja en vitni segja að yfirvöld í Dúbaí hafi sótt hana um borð í snekkju undan ströndum Indlands. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Latifu, sem faðir hennar forsætisráðherrann skrifar undir og send var út í vikunni, segir að prinsessan sé í öruggum höndum fjölskyldunnar í Dúbaí. Enn hefur þó ekki fengist staðfest með öðrum hætti að hún sé í raun heil á húfi. „(Latifa) og fjölskylda hennar hlakka til að fagna afmæli hennar í dag, í frið og ró, og byggja upp örugga og ánægjulega framtíð handa henni,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni en prinsessan varð 33 ára gömul í gær. Ljóst er að Latifa óttaðist hræðileg örlög, yrði hún handsömuð við flóttann. Í myndbandi sem sýnt er í heimildarmyndinni ræðir Latifa það sem hún ætti í vændum ef allt færi á versta veg. „Ef þú ert að horfa á þetta myndband þá er það ekki gott. Það þýðir að ég er annað hvort dáin eða í mjög, mjög slæmum aðstæðum,“ sagði Latifa. Myndbandið átti einungis að birta ef hún yrði handsömuð.
Indland Mið-Austurlönd Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42 Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Ný heimildarmynd varpar ljósi á flóttatilraun prinsessunnar sem ekkert hefur spurst til síðan í mars á þessu ári. 4. desember 2018 23:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42
Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Ný heimildarmynd varpar ljósi á flóttatilraun prinsessunnar sem ekkert hefur spurst til síðan í mars á þessu ári. 4. desember 2018 23:15