Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2018 14:21 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Ernir Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. Þar var hún mætt ásamt Stefáni Einari Stefánssyni blaðamanni Morgunblaðsins, Andrési Inga Jónssyni þingmanni Vinstri grænna og Atla Thor Fanndal blaðamanni til að ræða málefni líðandi stundar. Talið barst talið að nýrri úttekt alþjóðlegu samtakanna Transparency International sem mælt hefur spillingu í ríkjum heims í aldarfjórðung. Er Ísland þar spilltasta ríki Norðurlandanna, en engu að síður í hópi þeirra ríkja þar sem hvað minnst spilling fyrirfinnst. Heilbrigt umhverfi fyrir fjölmiðla Þórhildur talaði fyrir því að sjálfstæðum fjölmiðlum yrði boðið upp á heilbrigt umhverfi þannig að þeir geti veitt yfirvaldinu aðhald. Stór hvati væri fyrir áframhaldandi spillingu með því að draga úr sjálfstæðum fjölmiðlum. Sagði Þórhildur það gert með því að höfða allt að því töpuð meiðyrðamál gegn litlum fjölmiðlum svo þeir geti ekki sinnt sínu starfi nægjanlega vel og fara fram á lögbann. Nefndi hún lögbann sem sett var á Stundina sem dæmi. Hún sagði að það lægi við að draga þyrfti upplýsingar úr ráðamönnum með töngum og nefndi sem dæmi mál tengdum uppreist æru, Landsdómi og akstursgreiðslur þingamanna. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið gagnrýndur vegna aksturgreiðsla þingmanna.visir/pjetur Dómstóla að skera úr um það Vildi Þórhildur meina að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé í formi akstursgreiðsla til þingmanna. Vildi hún einnig meina að uppi væri rökstuddur grunur um Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefði leynt upplýsingum er varða uppreist æru-málið og Landsréttarmálið Þá taldi hún einnig rökstuddan grun um að Bjarni Benediktsson hefði í krafti valds síns leynt skýrslum og að uppi væri rökstuddur grunur um að hann hefði ekki í staðið í skilum því ekki hefðu fengist skýr svör frá honum vegna Panama-skjalanna. Hún tók það fram að hún sé ekki að segja að þessir einstaklingar sem hún nefndi séu sekir, það sé dómstóla að skera úr um það. Hún sagði að lítið heyrðist frá stofnunum sem eiga að hafa eftirlit með ráðamönnum og nefndi þar ríkissaksóknara, lögreglu og ríkisendurskoðun. Sagði hún aðeins eina opinbera rannsókn hafa farið fram á brotum æðstu ráðamanna og það hafi verið sakamálarannsókn gagnvart Árna Johnsen, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, fyrir fjárdrátt. Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valli Almenningur látinn sæta mjög ströngum reglum Hún sagði viðhorfið hér á landi vera það að efsta lag samfélagsins sé hafið yfir lögin á meðan almenningur er látinn sæta mjög ströngum reglum. Sagði hún að almennur borgari þurfi að sæta rannsókn sé minnsti grunur um skattaundanskot eða bótasvik. Þórhildur sagði einnig að það tíðkist hér á landi að æðstu menn í stjórnsýslunni séu nánast „verðlaunaðir“, eins og hún orðaði það, fyrir að brjóta reglur. „Við erum að horfa á Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, hann er búinn að sitja undir ítrekuðum kvörtunum frá barnaverndarnefndum sem eru að vinna með honum um ófagleg vinnubrögð, um óeðlileg afskipti, mjög vandræðaleg og erfið mál fyrir hann. Og honum er verðlaunað fyrir það með því að senda hann til barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna og Ísland ætlar í kosningabaráttu fyrir þennan mann til að taka þátt í barnaréttarstarfi Sameinuðu þjóðanna. Sem ég kalla bara verðlaun fyrir vonda hegðun og á sama tíma að losa hann úr þessu vandamáli. Við sjáum það bara endurtekið að ef einhver brot eiga sér stað þá eru engar afleiðingar fyrir æðstu lög samfélagsins og það gildir ekki um hina og þetta finnst mér vera stærsta vandamálið,“ sagði Þórhildur Sunna. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis aldrei kölluð til Siðanefnd Alþingis hefur ekki verið kölluð saman vegna aksturs þingmanna. Tölur frá Alþingi sýna að þingið hefði sparað milljónir ef farið hefði verið að reglum og tilmælum þingsins. 16. febrúar 2018 08:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Takmarka endurgreiðslu vegna aksturs þingmanna við 15 þúsund kílómetra Forsætisnefnd Alþingis hefur samþykktar breytingar á reglum um þingfararkostnað sem tengjast endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar. 22. febrúar 2018 11:23 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira
Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. Þar var hún mætt ásamt Stefáni Einari Stefánssyni blaðamanni Morgunblaðsins, Andrési Inga Jónssyni þingmanni Vinstri grænna og Atla Thor Fanndal blaðamanni til að ræða málefni líðandi stundar. Talið barst talið að nýrri úttekt alþjóðlegu samtakanna Transparency International sem mælt hefur spillingu í ríkjum heims í aldarfjórðung. Er Ísland þar spilltasta ríki Norðurlandanna, en engu að síður í hópi þeirra ríkja þar sem hvað minnst spilling fyrirfinnst. Heilbrigt umhverfi fyrir fjölmiðla Þórhildur talaði fyrir því að sjálfstæðum fjölmiðlum yrði boðið upp á heilbrigt umhverfi þannig að þeir geti veitt yfirvaldinu aðhald. Stór hvati væri fyrir áframhaldandi spillingu með því að draga úr sjálfstæðum fjölmiðlum. Sagði Þórhildur það gert með því að höfða allt að því töpuð meiðyrðamál gegn litlum fjölmiðlum svo þeir geti ekki sinnt sínu starfi nægjanlega vel og fara fram á lögbann. Nefndi hún lögbann sem sett var á Stundina sem dæmi. Hún sagði að það lægi við að draga þyrfti upplýsingar úr ráðamönnum með töngum og nefndi sem dæmi mál tengdum uppreist æru, Landsdómi og akstursgreiðslur þingamanna. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið gagnrýndur vegna aksturgreiðsla þingmanna.visir/pjetur Dómstóla að skera úr um það Vildi Þórhildur meina að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé í formi akstursgreiðsla til þingmanna. Vildi hún einnig meina að uppi væri rökstuddur grunur um Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefði leynt upplýsingum er varða uppreist æru-málið og Landsréttarmálið Þá taldi hún einnig rökstuddan grun um að Bjarni Benediktsson hefði í krafti valds síns leynt skýrslum og að uppi væri rökstuddur grunur um að hann hefði ekki í staðið í skilum því ekki hefðu fengist skýr svör frá honum vegna Panama-skjalanna. Hún tók það fram að hún sé ekki að segja að þessir einstaklingar sem hún nefndi séu sekir, það sé dómstóla að skera úr um það. Hún sagði að lítið heyrðist frá stofnunum sem eiga að hafa eftirlit með ráðamönnum og nefndi þar ríkissaksóknara, lögreglu og ríkisendurskoðun. Sagði hún aðeins eina opinbera rannsókn hafa farið fram á brotum æðstu ráðamanna og það hafi verið sakamálarannsókn gagnvart Árna Johnsen, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, fyrir fjárdrátt. Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valli Almenningur látinn sæta mjög ströngum reglum Hún sagði viðhorfið hér á landi vera það að efsta lag samfélagsins sé hafið yfir lögin á meðan almenningur er látinn sæta mjög ströngum reglum. Sagði hún að almennur borgari þurfi að sæta rannsókn sé minnsti grunur um skattaundanskot eða bótasvik. Þórhildur sagði einnig að það tíðkist hér á landi að æðstu menn í stjórnsýslunni séu nánast „verðlaunaðir“, eins og hún orðaði það, fyrir að brjóta reglur. „Við erum að horfa á Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, hann er búinn að sitja undir ítrekuðum kvörtunum frá barnaverndarnefndum sem eru að vinna með honum um ófagleg vinnubrögð, um óeðlileg afskipti, mjög vandræðaleg og erfið mál fyrir hann. Og honum er verðlaunað fyrir það með því að senda hann til barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna og Ísland ætlar í kosningabaráttu fyrir þennan mann til að taka þátt í barnaréttarstarfi Sameinuðu þjóðanna. Sem ég kalla bara verðlaun fyrir vonda hegðun og á sama tíma að losa hann úr þessu vandamáli. Við sjáum það bara endurtekið að ef einhver brot eiga sér stað þá eru engar afleiðingar fyrir æðstu lög samfélagsins og það gildir ekki um hina og þetta finnst mér vera stærsta vandamálið,“ sagði Þórhildur Sunna.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis aldrei kölluð til Siðanefnd Alþingis hefur ekki verið kölluð saman vegna aksturs þingmanna. Tölur frá Alþingi sýna að þingið hefði sparað milljónir ef farið hefði verið að reglum og tilmælum þingsins. 16. febrúar 2018 08:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Takmarka endurgreiðslu vegna aksturs þingmanna við 15 þúsund kílómetra Forsætisnefnd Alþingis hefur samþykktar breytingar á reglum um þingfararkostnað sem tengjast endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar. 22. febrúar 2018 11:23 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira
Siðanefnd Alþingis aldrei kölluð til Siðanefnd Alþingis hefur ekki verið kölluð saman vegna aksturs þingmanna. Tölur frá Alþingi sýna að þingið hefði sparað milljónir ef farið hefði verið að reglum og tilmælum þingsins. 16. febrúar 2018 08:00
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00
Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31
Takmarka endurgreiðslu vegna aksturs þingmanna við 15 þúsund kílómetra Forsætisnefnd Alþingis hefur samþykktar breytingar á reglum um þingfararkostnað sem tengjast endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar. 22. febrúar 2018 11:23