Á þriðja tug snjóflóða féllu í Súðavíkurhlíð á innan við sólarhring Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 20:00 Á þriðja tug snjóflóða hafa fallið í Súðavíkurhlíð á skömmum tíma og er hægt að tala um sannkallaða snjóflóðahrinu að sögn sérfræðings. Veður var með ágætu móti víða í dag en búist er við leiðindaveðri aftur í nótt og á morgun. Talsverður snjóþungi gæti orðið í borginni í fyrramálið. Minnst 24 snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum aðfaranótt sunnudags og á sunnudaginn samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. Að sögn Tómasar Jóhannessonar snjóflóðasérfræðings eru það óvenju mörg flóð í einni hrinu. Afar snjóþungt hefur verið víða um land og hafa snjóflóð fallið bæði á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjörðum. Vestfirðingar voru frelsinu fagnandi eftir að vegurinn um Súðavíkurhlíð og aðrir vegir voru opnaðir að loknum snjómokstri í dag. Áfram gæti þó verið flóðahætta til fjalla og gæti hættan farið vaxandi aftur í nótt og því ástæða til að gæta fyllstu varúðar. Þótt veður hafi verið með ágætu móti víða um landið í dag er þó tíðinda aftur að vænta í nótt og í fyrramálið þegar ný lægð læðist upp að landinu með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. Að sögn veðurfræðings kemur lægðin inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. Tekur að lægja eftir því sem líður á eftirmiðdaginn og veður versnar strax aftur á miðvikudaginn. Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega því búast við að umferð verði talsvert þung og gangi hægt fyrir sig í fyrramálið og er því ráðlagt að gefa sér góðan tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur gengið ágætlega að ryðja snjó af götum og göngustígum borgarinnar þó einhver biluð tæki hafi sett strik í reikningin. Því er biðlað til vegfarenda að sýna biðlund og þolinmæði en snjómokstur í íbúðagötum getur tekið allt að einhverja daga. Tengdar fréttir Ný lægð á leiðinni: Umferðin gæti gengið hægt á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. 12. febrúar 2018 15:43 Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar er vitað um tvö snjóflóð sem féllu á Hnífsdalsveg aðfaranótt sunnudags og annað sem lenti á þili ofan við veg. 12. febrúar 2018 08:33 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Á þriðja tug snjóflóða hafa fallið í Súðavíkurhlíð á skömmum tíma og er hægt að tala um sannkallaða snjóflóðahrinu að sögn sérfræðings. Veður var með ágætu móti víða í dag en búist er við leiðindaveðri aftur í nótt og á morgun. Talsverður snjóþungi gæti orðið í borginni í fyrramálið. Minnst 24 snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum aðfaranótt sunnudags og á sunnudaginn samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. Að sögn Tómasar Jóhannessonar snjóflóðasérfræðings eru það óvenju mörg flóð í einni hrinu. Afar snjóþungt hefur verið víða um land og hafa snjóflóð fallið bæði á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjörðum. Vestfirðingar voru frelsinu fagnandi eftir að vegurinn um Súðavíkurhlíð og aðrir vegir voru opnaðir að loknum snjómokstri í dag. Áfram gæti þó verið flóðahætta til fjalla og gæti hættan farið vaxandi aftur í nótt og því ástæða til að gæta fyllstu varúðar. Þótt veður hafi verið með ágætu móti víða um landið í dag er þó tíðinda aftur að vænta í nótt og í fyrramálið þegar ný lægð læðist upp að landinu með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. Að sögn veðurfræðings kemur lægðin inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. Tekur að lægja eftir því sem líður á eftirmiðdaginn og veður versnar strax aftur á miðvikudaginn. Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega því búast við að umferð verði talsvert þung og gangi hægt fyrir sig í fyrramálið og er því ráðlagt að gefa sér góðan tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur gengið ágætlega að ryðja snjó af götum og göngustígum borgarinnar þó einhver biluð tæki hafi sett strik í reikningin. Því er biðlað til vegfarenda að sýna biðlund og þolinmæði en snjómokstur í íbúðagötum getur tekið allt að einhverja daga.
Tengdar fréttir Ný lægð á leiðinni: Umferðin gæti gengið hægt á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. 12. febrúar 2018 15:43 Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar er vitað um tvö snjóflóð sem féllu á Hnífsdalsveg aðfaranótt sunnudags og annað sem lenti á þili ofan við veg. 12. febrúar 2018 08:33 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Ný lægð á leiðinni: Umferðin gæti gengið hægt á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. 12. febrúar 2018 15:43
Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar er vitað um tvö snjóflóð sem féllu á Hnífsdalsveg aðfaranótt sunnudags og annað sem lenti á þili ofan við veg. 12. febrúar 2018 08:33